Blik - 01.05.1967, Page 297
BLIK
295
förnum árum. Þar kennir margra
grasa. Allt það safn er óskráð enn.
Þarna eru t. d. um merkar útgáfur
að ræða af guðsorðabókum, svo sem
prédikunum, sálmabókum og Passíu-
sálmunum. Þarna finnast nokkrar
bækur frá 18. öld t. d. og fyrstu út-
gáfur sumra merkra bóka frá seinni
áratugum. Fátt sannar betur hugs-
unarhátt Eyjabúa gagnvart byggðar-
safnsstarfinu og skilning þeirra á
menningarlegu gildi þess en að fela
því að varðveita gömlu bækurnar
sínar, sem ef til vill færu ella á
„öskuhaugana" eftir þeirra dag.
V erzlunarbækurnar
Byggðarsafn Vestmannaeyja stend-
ur í mikilli þakkarskuld við Einar
Sigurðsson, frystihússeiganda, fyrir
þá hugulsemi að senda safninu allar
verzlunarbækur Austurbúðarinnar,
er hann keypti Danska-Garð og
stofnaði þar til hins mikla og mikil-
væga atvinnureksturs síns. Enn er
eftir að skrá alla þá miklu bókagjöf,
sem geymir mikinn fróðleik um við-
skipti og verðlag hér frá því Bryd-
arnir keyptu verzlunaraðstöðuna og
verzlunarhúsin 1844.
Margar aðrar verzlunarbækur
hafa borizt Byggðarsafninu, svo sem
bækur kaupfélagsins Fram og Verzl-
unar Brynjólfs Sigfússonar.
Bygggðarsafnið opnað almenningi
Hinn 12. júlí 1964 verður að teljast
merkisdagur í sögu byggðarsafns-
starfsins hér. Þann dag var safnið
opnað almenningi á 3. hæð Spari-
sjóðsbyggingarinnar við Bárugötu.
Þetta hefur reynzt Byggðarsafninu
mikið happaframtak, og miklar
þakkir allra Eyjabúa á Sparisjóður-
inn og stjórn hans skildar fyrir þenn-
an velvilja til Byggðarsafnsins og
byggðarlagsins.
Á fyrra ári lét svo stjórn Spari-
sjóðsins í té alla 3. hæð byggingar-
innar Byggðarsafninu til afnota.
Byggðarsafnið hefur sjálft staðið
straum af þeim kostnaði, er leitt hef-
ur að því að standsetja húsrými þetta,
einangra útveggi og margt og margt
annað, sem gera hefur þurft þar.
Og alltaf hefur Byggðarsafninu á-
skotnazt fé til framkvæmdanna, þó
að bæjarsjóður léti aldrei einn eyri
af mörkum þessu starfi til stuðnings
og framdráttar fyrr en eftir að
Byggðarsafnið var opnað almenningi
og hugur hans knúði valdamenn til
framtaks og dáða. Þá veitti bæjar-
stjórn Byggðarsafninu framlag kr.
100.000,00. Þess styrks hefur það
notið í tvö ár til ómetanlegs stuðn-
ings þessu málefni.
Safnahús verði byggt í Eyjum
Allir Eyjabúar vænta þess fastlega,
að bæjarstjórn hefjist nú handa um
byggingu veglegs safnahúss hér í
bænum. Bókasafn bæjarins nýtur
ekki tilveru sinnar og bæjarbúar
ekki þess sökum húsnæðisvandræð-
anna þar.