Blik - 01.05.1967, Page 298
296
BLIK
Vísir að listasafni hefur bæjar-
stjórn nú fest kaup á. Hvar skal
það geymast? Hvað skal gert við
Byggðarsafnið, ef þeir menn komast
til valda í sparisjóðsstjórn, sem vilja
ekki lengur láta Sparisjóð Vest-
mannaeyja fórna fjármunum sínum
til lána á húsnæði handa Byggðar-
safninu, en það gerir Sparisjóðurinn
nú vissulega? Enginn einstaklingur
mundi leigja þessa húshæð í hjarta-
stað bæjarins fyrir einar 2000 krón-
ur á mánuði.
Þá má minna á, að hér í Eyjum
geymast á tveim stöðum náttúru-
söfn, sem eru ef til vill hin merki-
legustu í öllu Iandinu. Hve lengi
skulu þau tvískipt?
4. nóv. 1965
Til bcejarstjórnarinnar í
V estmannaeyjum.
Háttvirtu bcejarfulltrúar.
Þegar ég fyrir fáum árum gerði mér
ferð til Vestmannaeyja til að líta á
og kynnast þeim vísi að Byggðar-
safni Eyjanna, sem þar hafði þá ver-
ið unnið að um árabil af nokkrum
áhugasömum mönnum, þá varð mér
strax ljóst, að þar var þá margt
samankomið, sem stórþakkarvert var
að vernda frá eyðileggingu. Hitt
blöskraði mér að sjá, við hve óvið-
unandi skilyrði þessir munir voru
geymdir, undir eldfimri súð í húsi
Gagnfræðaskólans, þar sem ógern-
ingur væri að bjarga nokkrum hlut
þaðan, ef eldur kæmi upp í bygg-
ingunni.
Þegar ég nú kom aftur til Vest-
mannaeyja 22. okt. s. I., sá ég, að
hér var mikil breyting á orðin í
rétta átt, safngripirnir komnir í ný
og betri húsakynni, þar sem fólki
gefst tækifæri til að skoða þá safn-
gripi, sem þar komast fyrir. Má það
þó frekar kalla geymslustað en safn-
hús. Þarna er þó þegar orðið alltof
þröngt um munina, en í þrengslun-
um má þó glöggt sjá hinn góða ár-
angur af starfi þeirra manna, sem
frá byrjun og til þessa dags hafa
unnið að vexti safnsins og viðgangi.
Byggðarsafn fyrir Vestmannaeyj-
ar hlýtur að verða með nokkuð öðr-
um svip heldur en önnur byggðasöfn
hér á landi. Því veldur sérstaða Vest-
mannaeyja. Atvinnu- og lifnaðar-
hættir hlutu að verða þar talsvert
ólíkir því, sem er uppi á landinu. I
Eyjunum er lifað við landbúnað og
sjósókn og farið í björg til fugla-
veiða. Að öllu er unnið hörðum
höndum með frumstæðum tækjum,
þangað til véltækni tímans tók við
um síðustu aldamót. Smátt og smátt
hvarf það gamla í gleymsku og
verkfærin gömlu, sem áður voru lífs-
nauðsyn fólksins, fengu víða að fúna
og grotna niður, þegar nýrra og full-
komnara kom til sögunnar.
Greindir og fróðir, gamlir Vest-
mannaeyingar hafa að vísu skráð
margt merkilegt frá ungdæmi þeirra
05 eiga mikla þökk skilið fyrir það.
En gcmlu verkfærin og hlutirnir,
sem notaðir voru úti sem inni, í lífs-
baráttu fyrri kynslóða, standa ofar
allri frásögn, því að það eru sjálfar