Blik - 01.05.1967, Page 299
BLIK
297
frumheimildirnar. Það er hlutverk
byggðasafnanna að vernda þær og
geyma fyrir komandi kynslóðir.
Þegar komið er inn í Byggðarsafn
Vestmannaeyja, þar sem það nú er
geymt í húsi Sparisjóðsins, verður
manni undir eins ljóst, að þar er um
fleiri söfn eða deildir að ræða. Fyrst
nefni ég þjóðminjadeiid, allt sem
viðkemur heimilishaldi og landbún-
aði Eyjaskeggja. Þá er sjóminjadeild-
in, allt tilheyrandi fiskveiðunum.
Því næst er náttúrufræðideild, fuglar
og fiskar og steinar. Ennfremur mik-
ið og merkilegt safn skelja.
Þar að auki eru þar skápar fullir
af verzlunarbókum, sem ná yfir
talsvert á aðra öld, sem hafa að
geyma feikna fróðleik um verzlun
og viðskipti íbúa Eyjanna og bænda
úr næstu sýslum, sem lengi verzluðu
þar. Að síðusm vil ég minna á hið
mikla safn ljósmynda af fólki í Eyj-
um og nærsveitum, plötusafn Kjart-
ans heitins Guðmundssonar, víst um
20 þúsund talsins. I því eru m. a.
ljósmyndir Kjartans af Kötlugosinu
1918.
Mun hann vera eini ljósmyndar-
inn, sem tók myndir af því og
jökulhlaupinu. En nú sem stendur,
eru eldfjallarannsóknir ofarlega á
baugi í þessum Iandshluta.
Nú þegar hafa verið skrásett á 9.
hundrað muna í Byggðarsafni Eyj-
anna, en mjög margt hefur borizt,
sem enn er ekki komið á skrá. Mikið
og gott verk hefur verið unnið við að
gera safnmunina sýningarhæfa.
Ég vil hér minna á ummæli
Kristjáns Eldjárns um byggðasöfn í
afmælisriti Þjóðminjasafnsins 1963:
„Byggðasafnahreyfingin hefur þeg-
ar gert feiknmikið gagn og áreiðan-
lega borgið miklum verðmærnm frá
glömn".
Mega Vestmannaeyingar taka
nokkuð af þeim ummælum til sín
vegna Byggðarsafns Eyjanna.
Af því, sem ég hefi hér talið upp
í Byggðarsafninu, má öllum vera
Ijóst, að slík menningarverðmæti
rúmast ekki öll í einni stofu, þó
nokkuð stór sé. Það þarf að gera
þessi gögn aðgengileg, til þess að
þau nái tilgangi sínum: Að kynna
nútímafólki líf og athafnir liðinna
kynslóða, sögu byggðanna og menn-
ingu. En til þess að það geti orðið,
þarf safnið að eignast hæfileg húsa-
kynni, til þess að sem flestir munir
þess fái notið sín og sem flestir notið
þeirra.
Vestmannaeyjar eru og hafa lengi
verið einhver mesti útgerðarbær á
okkar landi og þar eru árlega dregin
geysileg verðmæti úr sjó. Velmegun
íbúanna dylst ekki fyrir augum að-
komumannsins. Því vildi ég óska, að
menning þeirra og víðsýni standi í
réttu hlutfalli við efnahag, því að þá
ætti Vestmannaeyingum að veitast
auðvelt að byggja sæmileg húsa-
kynni yfir Byggðarsafn sitt. Um það
málefni ætm stjórnmálaflokkarnir
allir að geta sameinast, því að það er
gjörsamlega ópólitískt, — það er
mál allra Eyjabúa. En mest ríður á,
að fulltrúar fólksins, sem það hefur
valið í bæjarstjórn, séu þeir menn-