Blik - 01.05.1967, Side 300
298
BLIK
ingarfrömuðir, að þeir taki málið að
sér og stýri því í örugga höfn.
Fyrir það mundu þeir bæði hljóta
þökk núlifandi manna og komandi
kynslóða.
Yirðingarfyllst,
Ragnar Asgeirsson (sign)
Náttúrugripasafn Eyjabúa
Sérstök deild í Byggðarsafni Vest-
mannaeyja er náttúrugripasafn
Eyjabúa. Það safn á fleiri tegundir
fiska en nokkurt annað náttúrugripa-
safn í landinu eða um 90 tegundir.
Flestir eru fiskarnir settir upp að
þýzkri og sænskri fyrirmynd, steyptir
í gifs og klæddir í roð sitt, sem hefur
þá verið gert ólífrænt. Þannig virð-
ast fiskarnir geymast vel og lengi.
Nokkrar fiskategundir eru geymdar
í formalíni. Stærsti fiskur safnsins
er túnfiskur, 270 sm. langur. Sumar
fiskategundir safnsins hafa aldrei
sézt fyrr hér á landi.
Þetta náttúrugripasafn á nú u:n
80% allra skeljategunda, sem fund-
izt hafa við Island og yfir 70% af
íslenzkum kuðungum. Fyrir nokkr-
um árum voru þessi dýr svo að segja
ókunn almenningi á þessu landi. Að-
eins örfáar algengustu tegundirnar
þekktar. Eyjabúar hafa sjálfir lagt
fram fé úr eigin vasa til þess að efla
vöxt og viðgang þessa safns.
Ragnar ráðunautur Ásgeirsson,
bróðir forsetans okkar, hefur um
árabil ferðast um landið og aðstoðað
þá menn, sem unnið hafa að stofnun
og skipulagningu byggðasafna. Hinn
mikli áhugi hans og góðvild til þessa
starfs hefur skapað honum einskon-
ar sjálfkjör á þessu sviði.
Á s. 1. ári heimsótti Ragnar ráðu-
nautur Byggðarsafn Vestmannaeyja
okkur til mikillar ánægju og nora
við starfið. Eftir dvöl sína hér skrif-
aði ráðunauturinn bæjarstjórn Vest-
mannaeyja bréf það, er hér birtist og
ég óska að Blik geymi fyrir okkur.
Vm. 30.11 1966.
Þ. Þ. V.
Framhald af bls. 273
þannig glæsilegum framtíðarvonum
í vonleysi og ömurleik.
„Gamall þulur", sá sem býr yfir
lífsreynslunni, „þekkti hætturnar,
sagði ekki sigling færa". Samt var
siglt, lagt á djúpið. Því vilja marg-
ir unglingar ekki hlusta, þegar ráð
reynslunnar eru gefin. Því fer sem
fer oft og tíðum.
„A hafi velkti vá, til vonleysis
brá". „Tók að syrta" í álinn. „Ævi-
langt sá er í vanda, sem aldrei sér
til neinna landa" vonar og vel-
gengni, gæfu og gengis, en veður í
villu og svíma í þrjózku og sjálfs-
birgingshætti, eins og oft hendir
okkur mannskepnurnar á vissu
þroskaskeiði. Mætti sem flestum
okkar takast að sigla lífsfleyinu fram
hjá hættunum þeim.
Við hugleiðingar þessar rifjast það
upp fyrir mér, hversu mér hefur á-
vallt fundizt það gæfumerki ungl-
inga að hlusta á og meta vilja og
Framhald á bls. 301