Blik - 01.05.1967, Síða 301
Syndir feðranna
„Stærsta undur þessarar jarðar er
lífið". Þannig hefst merk ‘bók, sem
kom út fyrir síðustu jól. Já, vissu-
lega er lífið mesta undur jarðarinn-
ar. Við getum fyllilega tekið undir
þessi orð með hinum merka höfundi.
Og mesta li'st mannlífsins er að
kunna að lifa lífinu rétt, hugsa rétt,
breyta rétt, — lifa, svo að mann-
sæmandi sé og skaparanum til engr-
ar skapraunar. Þetta eru ekki beint
mín orð, heldur kenniföður, sem ég
átti einu sinni. — En getum við ekki
öll verið honum hjartanlega sam-
mála?
Einn þáttur hinnar miklu listar að
kunna að lifa lífinu rétt er sá, að
vita hin réttu tök á því, — mæta
viðbrögðum þess og fyrirbrigðum á
réttan hátt. Með illu skal illt út
reka, sögðu t. d. forfeður okkar. Þeir
vissu oft, hvað þeir sungu, gömlu
mennirnir. Þeir lærðu af lífinu eitt
og annað, öðluðu'st lífsreynsluna, svo
að þeir voru vitrari eftir, eins og okk-
ur ber að gera.
Eg hygg, að óhætt sé að fullyrða,
að við, sem höfum eiginleika til að
sjá hina kátlegu hliðina á ýmsum
fyrirbrigðum lífsins eða því, sem
mætir okkur á lífsleiðinni, séum
nær því að kunna listina að lifa en
hinir, sem aðeins sjá alvarlegu hlið-
ina,— svarta, mórauða eða grá-
skjótta eftir atvikum. Það er mála
sannast, að við mannskepnurnar er-
um oft og tíðum 'sprenghlægilegar
lífverur.
Hér óska ég að greina frá einu
broslegu fyrirbrigði, sem olli svo
óblandinni kátínu innra með mér, að
líklega hafa þá horfið nokkur grá
hár úr höfði mér og fersk og ný
vaxið þar með eðlilegum lit.
Síminn hringir. — Jú, það er
hann. — Það er ég.
„Við verðum að losna við draslið
þitt af loftinu þarna vestur frá", er
mér tilkynnt þarna við hinn endann.
Sá talar, sem valdið hefur, það er
auðheyrt.
„Nú, er nokkuð sérstakt á seyði?"
spyr ég. „Fiskirækt", segir hann.
Þá hlær mér hugur í brjósti.
Þorskkvarnir, steiribítstennur, rauð-
magar með rauða kúlu á maganum!
Dásamleg er sú tilbreyting. Eg minn-
ist þess, þegar ég var strákur og
steinbítshvolpurinn beit í tærnar á
mér. Sárt var það, ægilega sárt. Og
enn geta steiribítar bitið, jafnvel
pólitíska vald'hafa, sérstaklega ef
þeir skilja ekki hið helgasta afl í til-
verunni, skilja ekki, að jafnt háir
sem lágir mega „falla fyrir kraftin-
um þeim".
„Eg skál ví'kja", sagði ég í tólið.
Og það var vissulega ætlan mín.
Eg leita í vandræðum mínum til
'stjórnarmanna Sparisjóðs Vest-