Blik - 01.05.1967, Side 302
300
BLIK
mannaeyja og bið þá að lána mér
geymslufúm fyrir „draslið mitt”,
a. m. k. um stundarsakir. Eg bendi
þeim á ónotað og ófullgert herbergi
á neðstu hæð Sparisjóðsbyggingar-
innar.
Ekkert var sjálfsagðara en að lána
mér það. Svo sæki ég 20—30 kassa,
sem geymdir eru þarna vestur á
„loftinu” og eru fullir af verzlunar-
bókum. I þeim leynist verzlunarsaga
byggðarlagsins, eftir að Brydarnir
fengu hér aðstöðu til verzlunarrekst-
urs (1844) til þess tíma, að Kaup'fé-
lagið Fram hætti að starfa um 1930.
Með 'hjálp fyrrv. nemenda minna
flyt ég svo allt „draslið" það tarna
í umrætt hefbergi Sparisjóðsbygg-
ingarinnar, svo að nú getur „fiski-
ræktin' 'hafizt.
Síðan festi ég kaup á þrem járn-
skápum til þess að geyma í verzlun-
afbækurnar. Þegar þeir eru fengnir,
stel ég mér tíma frá daglegum
skyldustörfum, (þetta er ljót upp-
Ijóstrun!) til þéss að taka „draslið"
upp úr kössunum og raða bókunum
inn í skápana. Eg skyggnist í þesssar
dásamlegu bækur, eins og þær eru í
mínum augum, og ég sannfærist
um, að þær eru óþrjótandi fræðslu-
lind, uppspretta þekkingar og
fræðslu um viðskipti genginna kyn-
slóða hér í byggð og meginhluta
bænda í Rangárvalla- og Vestur-
Skaftafellssýslu við einokunarverzl-
unina í Danska-Garði. Fræðslan sú
er margþætt. Og sá sem á í fórum
sínum eilítið ímyndunarafl undir
heilaskelinni, ber þar meiri upp-
skeru úr býtum en hinn, sem ríkari
er af „kvörnum" en góðkynjuðum
heilaberki.
Og kassarnir tæmast hver af öðr-
um, „draslið" þverr í þeim, og verzl-
unarbaékurnar raðast upp. Svo á ég
aðeins tvo kassa éftir. Þá hef ég lagt
til hliðar fyrst um sinn. I þeim er
eitthvað sérlegt, — állt annað en
bækur. Við skulum skyggnast í þá.
— Blöð, nótur, músahreiður með
stráum og tuskum, grjóthörðum
„spörðum" og öðrum óþverra. Þetta
er ekki beint girnilegt til fróðleiks.
Og þó. Forvitni mín er alveg ómót-
stæðileg. Hvað er í kössunum? Eg
tek hverja nótuna af annarri upp úr
óþverranum. og held þeim frá mér,
— eins langt frá vi.tum mínum og
armar ná. Svo les ég. — Jú, hér er
eitthvað til að skrá. Fæ mér pappír
og penna.
Eg hvarfla huga til Eyjabúa. Mér
hafa jafnan reynzt þeir fróðleiksfúsir
og áhugasamir um sögu sína, feðra
sinna og mæðra. Ella hefðu þeir
tæpast keypt Svo mjög Blik mitt á
unduanförnum árum.
Já, þarna innan um músahreiðrin
er mikinn fróðleik að finna, — vand-
fundinn fróðleik og sjaldfundinn.
Þegar lestri þessum er lokið, sést
ekki í hendur mínar fyri óhreinind-
um.
Og hvaða fróðleik finn ég svo á
þessum skitnu blöðum í kassaræksn-
unum mínum? Lesari minn góður,
lestu greinina 'hérna í ritinu um póst-
mál Eyjanna eftir 1872. Meginið af
þeim fróðleik, sem þar er birtur,