Blik - 01.05.1967, Síða 304
Blaðaútgáfa í Vestmannaeyjum 50 ára
Árin 1958 og 1959 birti Blik skrá yfir
meginhluta þeirra blaða og bæklinga,
sem þá höfðu komið út s. 1. 40 ár í Eyj-
um í tilefni 40 ára árstíðar þessa merka
menningarstarfs.
Nú eru liðin 50 ár, síðan Gísli J.
Johnsen efndi hér til útg. á bæjarblaði.
Þá keypti hann prentsmiðju hingað til
Vestmannaeyja fyrir atbeina Jóns heitins
Þorlákssonar, landsverkfræðings og síðar
ráðherra. Prentsmiðja sú var elzta Félags-
lagsprentsmiðjan, eftir því sem bezt er
vitað, flutt til landsins 1890 og sú þriðja
í eigu íslendinga eftir 1860. Þessi prent-
vél er ennþá til og í eigu Byggðarsafns
Vestmannaeyja, en sem fleiri hlutir þess
eru hlutir úr henni enn geymdir á víð
og dreif og sumir úti. Kaupverð prent-
smiðjunnar var kr. 7000,00.
Hér birti ég skrá yfir öll blöð og alla
bæklinga, sem ég veit til, að Eyjamenn
hafa gefið út s. 1. hálfa öld. Síðast liðin
11 ár hefur mér tekizt að safna öllum
þessum blöðum á einn stað með hjálp
góðra manna og kvenna og látið binda
þau flest inn í fallegt band. Bindin
nema nú alls 150. Alveg sérstaklega færi
ég þakkir frú Ille Guðnason, sem hefur
um árabil haldið til haga fyrir okkur
öllu prentuðu máli í Prentsmiðjunni
Eyrún hf. hér í Eyjum, þar sem hún
vinnur.
Töluvert vantar mig enn í fjölrituðu
blöðin. Flest prentuðu blöðin eru nú
heil og bundin nema Þór. Þar vantar
mig enn 7 tbl. Og svo hefur mér ekki
tekizt enn að klófesta annað tbl. af
Dundri þeirra félaga Ása í Bæ og Björns
Guðmundssonar frá Miðbæ. (Sjá skrána
hér á eftir). Einnig vantar blað Jóns
Rafnssonar: Fyrsti maí. Það er aðeins eitt
tbl.
Nöfnunum á blöðunum og bækling-
unum er hér raðað eftir ártölum. Þar
ræður fyrsta útgáfuár (eða einasta) því,
hvar blaðsins er getið eða bæklingsins.
Ég færi svo öllum, sem hafa veitt mér
lið í þessu sérlega söfnunarstarfi, alúðar
þakkir.
Þ. Þ. V.
Árið 1917
FRÉTTIR, Vestmanaeyjum, 18.
febr. — 4. maí 1917.
Utgefandi og ábyrgðarmaður
þessa sérstæða blaðs var Valdimar
kaupmaður Ottesen. Þetta var fyrsta
blaðið, sem gefið var út í Vest-
mannaeyjum og .var ýmist fjölritað
eða skrifað. Ut komu af blaði þessu
10 tölublöð.
Ef til vill hefur þetta litla blað
rutt merkari brautir hér í blaðaút-
gáfu en við í fyrstu gerum okkur í
hugarlund. Ekki er það ólíklegt, að
útgáfa þess hafi vakið þá hugmynd
og hugsjón hjá Gísla J. Johnsen,
kaupmanni og útgerðarmanni, að
gefa úr prentað blað í átthögunum
og kaupa til þess prentsmiðju og
flytja til Eyja. A. m. k. varð sú hug-
sjón hans að veruleika haustið 1917.
Þá hóf hann að gefa út vikublaðið
Skeggja, sem var prentaður í prent-
smiðju þeirri, sem Gísli hafði þá
keypt í Reykjavík, elztu félagsprent-
smiðjuna.