Blik - 01.05.1967, Page 305
BLIK
303
Á KROSSGÖTUM, bæklingur, 8
bls.
Höfundur lét ekki nafns síns get-
ið en kallaði sig X.
Höfundurinn löngu kunnur. Efni
bæklingsins var árás á Karl Einars-
son, sýslumann og alþingismann
Eyjabúa.
Prentsmiðjan Rún í Reykjavík.
Bæklingurinn mun vera prentað-
ur árið 1916, þótt hann væri ekki
birtur almenningi í Eyjum fyrr en
árið eftir.
SKEGGI, 1. árg. 1. tbl. 27. okt.
1917. Kom út næstu 3 árin.
Ritstjóri: Páll Bjarnason frá Götu
á Stokkseyri, síðar barnaskólastjóri
í Vestmannaeyjum.
Utgefandi: Gísli J. Johnsen.
Prentsmiðja Gísla J. Johnsen.
Aftur hófst útgáfa Skeggja í
júní 1926. Það hét 4. árg. blaðsins
og stóð sú útgáfa til febr. 1927. Rit-
stjóri og útgefandi var þá Valdimar
Hersir. Prentsmiðjan hin sama.
Árið 1918
SVAR til séra Jes A. Gíslasonar og
þeirra félaga eftir Gunnar Olafsson.
Þetta er bæklingur 43 bls., sem kall-
aður hefur verið manna á milli
„Guli bæklingurinn" eftir litnum á
kápunni. Ársettur 1918. Prent-
smiðjan Gutenberg, Reykjavík.
Árið 1923
SKJÖLDUR, 1. árg. 1. tbl. 12. okt.
1923 — 5. júlí 1924 alls 41 tbl.
Ritstjóri og útgefandi: Páll G. V.
Kolka læknir.
Prentsmiðja Vestmannaeyja.
SNEPILL, „sem kemur út, þegar
hyggnir menn rita níð í „Skjöld" um
jafnaðarstefnuna, eða ef Kolka
kynni að skrökva, svo að menn
tryðu".
Vestmannaeyjum, 25. okt. 1923.
Isleifur Högnason.
Fjölritað blað, sem aðeins kom
út einu sinni.
Árið 1923
ÞÓR 1. árg. 1. tbl. 6. ágúst 1924
— 30. apríl 1925, alls 41 tbl.
Ritstjóri: Valdimar Hersir.
Prentsmiðja Gísla J. Johnsen.
ÞINGMÁLAFUNDURINN. „Jafn-
aðarstefnan gegn íhaldsstefnunni".
Vestmannaeyjum, 7. febr. 1925
Isleifur Högnason.
Fjölritað blað, tvær bls.
Árið 1926
DAGBLAÐIÐ, 1. árg. 1. tbl. 17.
okt. — 4. nóv. 1926, alls 7 tbl., 16
bls.
Blað þetta hófst í broti venjulegs
bæjarblaðs og lauk ævi sinni í broti
Bliks.
Ritstjóri: Einar Sigurðsson.
Útgefandi: Félag í Vestmannaeyj-
um.
Prentsmiðja Guðjónsbræðra í
Vestmannaeyjum.