Blik - 01.05.1967, Page 320
318
BLIK
var fullur greyið og hafði verið það
lengi. Honum var vorkunn, grey-
skinninu.
Svona vill þetta koma út, þegar
hjartað slær með, þegar áfengis-
neyzlan hefur heltekið hug og hjarta
allt of margra ábyrgðarmanna þjóð-
félagsins.
Hvar er svo öryggi að finna í
slíku þjóðfélagi, ef á reynir?
Og allt eru þetta afleiðingar
drabbs og drykkjuskapar.
Ohamingja almennings í landinu
og þjóðfélagsins í heild sökum á-
fengisneyzlu virðist fara vaxandi ár
frá ári. Einnig í þessum bæ á sér
ýmislegt stað árlega, sem bendir til
hins sama. Þykir það t. d. tiltöku-
mál lengur að sjá ofurölvaðan kenn-
ara slangra um götur bæjarins? A
fyrstu tugum aldarinnar hefði slíkt
hneykslað fólk óskaplega. Glæpur
drýgður gagnvart ungviði því, sem
þar skyldi njóta fræðslu og forustu,
uppeldis og leiðsagnar.
Sunnudaginn 29- jan. s. 1. sagði út-
varpið íslenzka frá miklu ölæði í
Reykjavík kvöldið áður og þeim
vandræðum, sem lögreglan hefði þá
átt í við ofurölvaða unglinga. Allar
fangageymslur yfirfullar; ráðist á
lögregluna og lögreglustöðina; lög-
regluþjónar meiddir o. s. frv. Dauða-
drukknir unglingar fluttir heim til
sín sökum rúmleysis í fangageymsl-
unum.
Um kvöldið sagði fréttamaður
sjónvarpsins frá þessum sorglegu
staðreyndum. Hann tjáði þá sjón-
varpssjáendum, að hér hefði einhver
hluti nemenda framhaldsskólanna í
Reykjavík verið að „gera sér glaðan
dag" eftir stritið í miðsvetrarpróf-
unum!
Þannig varð þá loksins alþjóð ljós
hin geigvænlega þróun, sem átt hef-
ur sér stað í uppeldis- og áfengis-
málum þjóðarinnar undanfarna ára-
tugi.
Margs er að minnast. Nú er liðið
á annan tug ára, síðan við, sem bind-
indi unnum og alið höfum jafnan
með okkur áhuga á bindindismálum
æsku- og skólalýðs, fengum vissu
fyrir því, að framhaldsskólanemend-
ur í Reykjavík neyttu áfengis í vor-
eða sumarferðum sínum eftir skóla-
setuna, svo að stundum hlutust vand-
ræði af.
Ég minnist skólastjórafundar í
Reykjavík. Fræðslumálastjóri hafði
til hans boðað til þess að ræða upp-
eldis- og skólamál. Þarna leyfði ég
mér að hreyfa þessu vandamáli upp-
eldisstarfsins, sífellt aukinni áfengis-
neyzlu með skólaæsku höfuðstaðar-
ins og benti á skemmtiferðalögin,
sem ég hafði sannar fregnir af. Stóð
þá upp til andsvara einn af gagn-
fræðaskólastjórum höfuðstaðarins og
andmælti kröftuglega orðum mínum
og hóflegum ábendingum um þessa
óheillaþróun, sem breiðast mundi út
frá Reykjavík eins og annað illt og
gott, sem bærist þar og þróast. Þá
var mér „sjoppumenningin" ríkust í
huga.
Skólastjórinn kvað orð mín fjar-
stæðu. Eftir ræðu hans tók einn af
fulltrúum uppeldismálanna í höfuð-