Blik - 01.05.1967, Page 321
BLIK
319
staðnum til máls og tjáði skólastjór-
anum, að á vissri uppeldisskrifstofu
í höfuðborginni lægi kæra á æsku-
lýðshóp úr höfuðstaðnum, sem far-
ið hafði þá um vorið skemmtiferð til
Norðurlands og valdið þar óspektum
í ölæði.
Eftir ræðu fulltrúans lét skóla-
stjórinn ekki á sér kræla.
Einu eða tveim árum eftir þennan
skólastjórafund, boðaði fræðslu-
málastjóri til annars fundar og þá
austur á Eiðum á Héraði. Þar skyldu
rædd uppeldis- og skólamál fram-
haldsskólanna. Þá leyfði ég mér að
drepa aftur á óheillaþróun þessa,
sem leiða mundi til áhrifa á skóla-
æskuna í framhaldsskólum utan
Reykjavíkur, ef ekkert yrði aðhafzt,
því að höfuðstaður lands, þar sem
býr yfir 40% af þjóðarheildinni,
hefði jafnan mikil áhrif á hinn hluta
þjóðarinnar bæði til ills og góðs.
Fundarmenn setti hljóða. Enginn
sagði neitt, — andmælti heldur ekki
orðum mínum.
Samt urðu sumir framámenn í
skólamálum þjóðarinnar svo reiðir
ræðu minni, að þeir neituðu að veita
mér viðtal, er ég þurfti að reka er-
indi Gagnfræðaskólans í Vest
mannaeyjum við vissa skrifstofu í
Reykjavík nokkrum dögum síðar.
Eg get þessa hér til þess að sanna,
hversu andvaraleysið hefur verið
ríkjandi gagnvart síaukinni áfengis-
neyzlu íslenzka æskulyðsins á undan-
förnum áratugum.
Aldrei fann ég inn á það í skóla-
starfi mínu um þriðjung aldar, að
nokkur snefill að dyggð væri það
talin skólamanni á Islandi, þó að
hann leggði fram alla krafta sína
og áhrifamátt til þess að halda nem-
endahópnum frá áfengisneyzlunni.
Hvaða ályktun mundi ég svo geta
dregið af allri reynslu minni um
þessi mál hér og þar? Hver og einn
verður að vera hér sér um sefann
sinn, eins og það er orðað einhvers-
staðar. Eg hefi mína reynslu.
Oheillir og hrasanir í þessum mál-
um koma mér því ekki alveg á ó-
vart.
Og nú er það orðið alþjóð ljóst,
hversu þessi óheillaþróun með
æskulýðnum í höfuðstaðnum er
komin á hátt stig. Hún leiðir til á-
netjunar á persónuleika, lömunar
starfsgetu og góðra eiginda með
komandi kynslóð, sem á að erfa
landið okkar. Áfengislömunin leiðir
af sér frelsisskerðingu einstaklings-
ins í ýmsum myndum, glötun lífs-
hamingju og geigvænleg áhrif á
ekki lítinn hluta uppvaxandi kyn-
slóðar á hverjum tíma.
Margir munu ætla og reyndar vita,
að viss fylgifiskur fer í kjölfar sam-
eiginlegs drabbs og drykkju pilta og
stúlkna í bifreiðum um kvöld og
nætur.
Lífssýn ungs manns og ungrar
konu, sem hyggur sér mestan heiður
í því eða sóma að feta í fótspor
drabbandi broddborgara um neyzlu
áfengra drykkja, það lífssýn er sjúkt
eins og fyrirmyndin. í augum allra,
sem hugleiða þessi mál í alvöru og
meta það, sem þeim og öllum má