Blik - 01.05.1967, Side 322
320
BLIK
verða til gæfu og gengis, heiðurs og
sóma, þá verður bindindið heilla- og
gæfudrýgst. Ekki aðeins hverjum
einum einstaklingi, hvar í fylking
sem hann stendur, heldur og ekki
síður þeim nánustu, svo sem eigin-
konu og börnum, sem oft verða að
líða óumræðilegar sálarkvalir vegna
drykkjuástríðu föðurins. Við Vest-
mannaeyingar þurfum ekki að fara
til höfuðstaðarins til þess að kynnast
slíku böli.
Vissulega nýtur það ungmenni
mestrar virðingar og óskoraðs
trausts, sem heldur sig fjarri áfengis-
nautn og þeim félagsskap, sem háður
er henni.
Baltikaferðin fræga, sem mjög var
um tíma höfð á orði sökum frétta
um drykkjuskap farþeganna, kemur
mér á vissan hátt í hug, er ég mæli
þessi orð.
Nokkru eftir að þessi frægi ferða-
mannahópur steig afmr á land á
ættjörð sinni, var hringt til mín úr
höfuðstaðnum og mér óskað til ham-
ingu með nemendur mína í ferða-
laginu. — Nú, og hversvegna til
hamingju? Það runnu á mig tvær
grímur. — Jú, þessir 4 ungu menn
úr Eyjum, sem þarna voru á ferða-
lagi, höfðu vakið sérstaka athygli
samferðafólksins með því að bragða
ekki áfengi í ferðinni. Þeir höfðu
haldið hópinn og neytt óáfengs öls
einvörðungu, þegar stór hópur sam-
ferðafólksins þjóraði, ef til vill allur
þorri þess. Þannig vöktu þessir ungu
Eyjabúar athygli og áunnu sér virð-
ingu og traust líka þeirra ánauðugu,
sem mjög oft þjást af sinni eigin
veiklun, þjást og stynja undir þeim
þunga krossi, sem Bakkus, og þó
fyrst og fremst þeir sjálfir hafa á
sig lagt, ástvini sína og nánusm
venzlamenn. Hversu margir
drykkjumenn gráta ekki yfir ógæfu
sinni og óhamingju, þegar af þeim
rennur víman?
Mér fannst strax, að þessi dyggð
hinna 4 ungu Eyjabúa mætti ekki
liggja í þagnargildi. Þeir em fyrir-
mynd alls ungs fólks. Þeirra mun ég
minnast til góðs, er ég les eða heyri
getið ógæfu eða hörmunga þeirra,
sem að íslenzku þjóðinni steðja nú
sökum drykkjuskapar unga fólksins
og svo andvaraleysis hinna ráðandi
og ráðgefandi manna okkar í upp-
eldis- og skólamálum. A engu má
taka nema með vettlingum. Vissu-
lega eiga ekki allir hér óskilið mál.
Nei, fjarri fer því, en staðreyndin
læmr ekki að sér hæða, og sjón og
reynsla er sögu ríkari.
Og kunningi minn, sem hringdi,
bætti því við, að hinir 4 ungu Eyja-
piltar hefðu verið álitnir hetjur í
augum þeirra þarna, sem sáu dagsins
ljós fyrir áfengisnautn og drabbi.
Allir ungir menn og konur æskja
þess innilega, að þeim megi hlotnast
hin sanna hamingja í lífi sínu. Þetta
er hin heilbrigða ósk og eðlilega.
Eg er þegar aldraður maður, sem
á nokkra lífsreynslu. Nokkurn hluta
lífsreynslu minnar hefi ég heyjað
mér sjálfur, en töluverðan hluta
hennar hefi ég öðlazt frá öðmm,
lært að lífinu í kringum mig. Þar