Blik - 01.05.1967, Qupperneq 323
BLIK
321
hefi ég fræðzt og lært af lífi sam-
borgara minna. Það sem ég hefi séð
og reynt í þeim efnum, hefur orðið
mér ríkt íhugunarefni.
Líf okkar mannanna er háð lög-
málum, duldum lögmálum. Gegn
þeim megum við ekki brjóta, hvað
sem í boði er. Þá er lífshamingjan í
veði. Þegar áhrif eða straumar steðja
að, — freistingar köllum við það, —
sem leiða kunna til brota á hinum
duldu lögmálum, og einstaklingur-
inn ræður ekki við sjálfan sig, — býr
ekki yfir dyggð og manndómi til þess
að standast þær, — vofir óhamingj-
an yfir, — voðinn er vís. Þannig er
þetta með áfengisástríðurnar, sem
þegar vakna við fyrsta glasið, sem
drukkið er. Aldrei getur nokkur ein-
staklingur í lífinu tapað meir en ein-
mitt þá! Ogæfunni er boðið heim.
Augljós er óhamingja manna og
kvenna sökum brota á hinum duldu
lögmálum í ástarlífinu, viðskiptalíf-
inu, félagslífinu og að öðru leyti
mati einstaklingsins á sjálfum sér,
persónu sinni, guðsneistanum í sér.
Væri okkur öllum þetta nægilega
Ijóst, myndum við meta manninn í
okkur meira en svo, að við hæfum
áfengisneyzlu, og steyptum okkur
þannig í það voðalega sjálfskapar-
víti, sem hún reynist og hefur ávallt
reynzt.
Fyrir löngu hafa menn gert sér
grein fyrir afleiðingum þess, ef viss-
ar „leikreglur” viðskiptalífsins t. d.
eru brotnar, menn brotið gegn „lög-
málinu” í samskiptum og viðskipt-
um. Hvaða sannleika segir þetta
máltæki almennings okkur: „Illur
fengur illa forgengur”? þessu hefur
fólk tekið eftir, enda þótt sjaldan
hafi undirstaðan eða orsökin verið
íhuguð eða hugleidd nánar.
Stundum er sem lífið sjálft spotti
okkur, dragi dár að okkur, er við
brjótum hin duldu lögmál þess.
Dæmi: Fyrir 40—50 árum skrifaði
ungur og upprennandi menntamaður
íslenzkur grein í íslenzkt tímarit. í
grein sinni komst hann svo að orði:
„Of mikið bindindi getur orðið
hættulegt, ekki síður en drykkju-
skapur. Menn verða að sleppa sér
lausum um hríð, án þess að missa
sjónar á markinu, og það er engum
meðalgreindum, heilbrigðum manni
ofvaxið að rata meðalhófið. Er það
sjaldan mjög skaðlegt, þó að ungl-
ingar súpi djarflega á bikari lífs-
nautnanna. Það er stig, sem þeir
komast oftast fljótt yfir". Þetta voru
orð hins unga menntamanns, ávarp
hans til íslenzks æskulyðs. Þvílík
kenning. Þvílík hörmung. Hvernig
vegnaði svo þessum „kennimanni"
Bakkusar í lífinu? Hvernig gekk
honum að „rata meðalhófið?”
Hvernig gekk honum að „komast
yfir stigið?”. Það skal ég segja ykk-
ur lesendur mínir.
Um sína daga var hann einn
kunnasti drykkjuróni í svokallaðri
menntamannastétt höfuðstaðarins.
Hann naut aldrei gáfna sinna og
þekkingar sökum drykkjuskapar.
Enginn naut þeirra. Spurning mín er
sú eftir fregnum að dæma af honum:
Dó hann ekki úr ofdrykkju? Þannig
21