Blik - 01.05.1967, Qupperneq 325
BLIK
323
að auki er ágrip af málfræði framan
við orðaforðann á 14 bls. Samtals er
því bókin tæpar 400 bls. Samanlagt
er hún töluverður hluti af heilu lífs-
starfi.
Orðabókarstarf þetta hefur kostað
mig tvær dvalir í Noregi, samtals um
hálft ár. Þar vann ég látlaust að
orðabókinni, meðan ég dvaldist þar.
Og hvert er svo markmiðið með
öllu þessu starfi?
I starfi þessu hefur mér ávallt
verið ríkust í huga sú hugsun að
inna af hendi verk, sem mætti verða
til eflingar og áhrifa þeirri eign, sem
ég ann heitar en flestu öðru í til-
verunni, móðurmálinu mínu. Mark-
miðið er að kynna nánustu frænd-
um okkar, Norðmönnum, íslenzk-
una, eins og hún lifir enn á tungu
þjóðarinnar. Jafnframt miðar starf
þetta að því, að gera Norðmönnum
ljóst, hversu skyldleikinn er náinn
tnilli nútíðar íslenzku og bænda-
málsins norska, landsmálsins.
Geta þá kaupendur og notendur
íslenzk-norsku orðabókarinnar treyst
því, að þar sé rétt með farið um orð
°g hugtök? Um það er ég persónu-
lega sannfærður, þó að haft sé í huga
fullyrðingin, að blindur sé hver í
sjálfs síns sök.
Orðabókin hefur verið lögð undir
„smásjá". Fyrst var nokkur hluti
hennar sendur hinum færeyiska nor-
rænufræðingi í Kaupmannahöfn,
prófessor Matras. Eftir afriti að
dæma, er ég hefi af bréfi hans til út-
gefendanna, má með rétti segja,
uð hann hafi lokið lofsorði á verkið.
Þá mun Jón prófessor Helgason hafa
lagt þar gott til málanna o. fl. Það
varð til þess, að útgefendurnir sóttu
um styrk úr almenna vísindasjóðn-
um norska til útgáfunnar.
Þá var verk þetta tekið til rann-
sóknar á ný. Ráðgjafar (konsulentar)
vísindaráðsins norska, lærðir menn í
íslenzku, grandskoðuðu orðaforðann
og mæltu síðan með styrk til útgáf-
unnar. Annar ráðgjafinn var hinn
kunni fyrrv. sendikennari við Há-
skóla Islands, Hallvard Mageröy.
Þannig varð það, að bókin er gefin
út með styrk frá „Norges almenvit-
enskapelige forskningsrád". Þess get-
ur útgefandinn í formálsorðum bók-
arinnar.
En sá, sem ber hitann og þung-
ann af útgáfukostnaðinum, er aldr-
aður kennari á Suðurmæri, Sigurd
Slyngstad. Svo heit og rík er honum
hugsjón þessi, að hann hefur fórnað
meginfjármunum sínum til þess að
kosta útgáfu þessarar orðabókar. Ut-
gáfukostnaðurinn mun nú nema nær
600 þúsundum ísl. króna. Þegar þessi
mikli hugsjóna- og drengskaparmað-
ur tengdist þessu starfi mínu, get ég
fullyrt, að allir, sem áttu upptökin að
því, höfðu snúið við því bakinu sök-
um þess, að þeir sáu enga leið til að
kosta útgáfu bókarinnar, enda þótt
allt starfið við að taka hana saman,
semja hana og rita, sé unnið án alls
endurgjalds.
Hvernig það bar til, að Sigurd
kennari Slyngstad eignaðist þessa
hugsjón með mér, greini ég ekki að
þessu sinni. Eg skal þó þegar fúslega