Blik - 01.05.1967, Page 331
Grænlandsferð 1929
Gottu-leiðangurinn
Einu sinni kom íslendingum til hug-
ar að tök mundu á að rækta sauð-
naut á landi sínu og hafa tekjur af.
Þess vegna var það veturinn 1929,
að ég bezt veit, sem þeir stofnuðu
félag í Reykjavík og nefndu það
„Eirík rauða”. Tilgangur félags þessa
var að koma af stað Grænlandsleið-
angri til að veiða sauðnaut. Leitað
var til alþingis um styrk til fararinn-
ar. Það veitti kr. 20 þúsundir. Þá var
tekinn á leigu vélbátur frá Vest-
mannaeyjum, vb. Gotta, eign Arna
Böðvarssonar, útgerðarmanns og rak-
arameistara hér í bæ. Tveir kunnir
borgarar hér í Eyjum þá, Þorvaldur
Guðjónsson, skipstjóri frá Sandfelli,
og Baldvin Björnsson gullsmiður,
réðust héðan til fararinnar. Það er
einmitt vegna þeirra, sem Blik óskar
að geyma nokkur orð um för þessa
með mynd, sem Morgunblaðið hefur
góðfúslega lánað ritinu. Vb. Gotta
VE lagði af stað til Grænlands frá
Reykjavík 4. júlí 1929 kl. 5 e. h.
Að ísröndinni kom báturinn um
20 sjómílur norður af Horni á
Ströndum. Hinn 7. júlí eða eftir 3
daga var Gotta stödd á 73. gr. n. br.
Þar var leiðin lögð inn í ísinn. 111
daga sat báturinn síðan fastur í ísn-
um og rak með honum. Þá hittu Is-
lendingarnir fyrir norskt selveiðiskip,
He'mland I, sem hjálpaði þeim upp
undir land á austurströnd Græn-
lands. Ekki er hægt að leiða getum
að því, hvenær eða hvernig Islend-
ingarnir hefðu náð landi, ef þeir
hefðu ekki notið Norðmannanna
við.
Þegar landi var náð á austur-
ströndinni, var haldið eftir ísvökum
norður með henni, norður á 75.
gr. og 44. mín. n. br. Þar festist
Gotta aftur í ísnum og sat þar föst
í 8 daga.
Skipshöfnin á Gottu, Grœnlandsfararnir.
Aftari röð frá vinstri: 1. Vigfús Sigurðsson, (Granlandsfari), 2. Oskar Pálsson, 3.
Arsœll Árnason (einn úr stjórn „Eiríks rauða"), 4. Kristján Kristjánsson, 5. Baldvin
Björnsson, 6. Edvard Frederiksen. — Fremri röð frá vinstri: 1. Finnhogi Kristj 'ns-
son, 2. Markús Sigurjónsson, 3■ Gunnar Kristjánsson, 4. Kristj 'n Kristjánsson, 5.
Þorvaldur Guðjónsson. (Heimild: Morgunblaðið 27. ágúst 1929).