Blik - 01.05.1967, Síða 335
BLIK
333
frá stofnun hans eða um 41,5 millj-
ónir króna. Þar að auki hefur stofn-
unin veitt fjölda ungs fólks hér lán
til heimilismyndunar. Nema þau
lán milljónum frá fyrstu tíð. Þá eru
ótaldar milljónirnar sem Sparisjóð-
urinn hefur frá fyrstu tíð veitt hjón-
um hér til kaupa á margskonar tækj-
um til þess að létta húsmæðrunum
heimilisverkin, — tízkutækjum
knúðum rafmagni.
Stjórn Sparisjóðsins hefur jafnan
leitast við eftir megni að veita öll-
um, sem rétt hafa til, úrlausnir í
peningamálunum og láta alla vera
þar jafna fyrir lögum og rétti, fátæka
sem ríka, volduga sem vesala. Það
teljum við aðal okkar og helgustu
skyldur, eftir því sem fjármagn
hrekkur til hverju sinni og aðstæður
allar leyfa. Nóg er um dilkadráttinn
í þjóðfélaginu okkar og rangsleitn-
ina, þó að Sparisjóður Vestmanna-
eyja reyni eftir megni að fullnægja
öllu réttlæti og jafnrétti á sínu sviði.
Fasteignalánakjör Sparisjóðs
Vestmannaeyja hafa um árabil verið
þau, að lántakandi hefur fengið lán-
in til 6 ára með jöfnum greiðslum á
5 árum, en fyrsta árið aðeins greiddir
vextir af láninu. Þe;sir greiðduhættir
eru mótaðir með fyllsta tilliti til hús-
byggjandans í bæjarfélaginu. Hann
er yfirleitt ekki fjársterkur maður
en hefur trú á eigin mátt og dugnað,
elju og atorku til þess að geta eignast
eigið íbúðarhús. Og vissulega verður
Eyjabúanum að þessari trú sinni. 011-
um tekjum sínum umfram daglegar
þarfir fjölskyldunnar og skatta ver
til kaupa á byggingarefni og öðrum
þörfum smáum og stórum, sem til
þess þarf að byggja vandað íbúðar-
hús og búa það öllum gögnum og
gæðum, allt til þess að „auka ánægj-
una" og skapa skilyrði til hamingju-
ríks og mennilegs heimilislífs. Þess
vegna krefst Sparisjóður Vestmanna-
eyja ekki annars en vaxtanna af
byggingarlánunum fyrsta árið. Þann-
ig hefur stofnunin um árabil tekið
óskorað tillit til umhverfisins, til lífs-
baráttu fólksins, sem hún á að þjóna
og ber að þjóna. Og fasteignalán
sjóðsins hafa orðið þess valdandi, að
húsbyggjandanum hefur aukizt
kjarkur og máttur og hann hefur
þokað húsi sínu undir þak af eigin
atorku og ötulleik. Þegar því marki
var náð, hefur honum staðið opin
leið til byggingarláns hjá Húsnæðis-
málastjórninni. Það lán hefur hann
síðan notað til að fullgera húsið eða
því sem næst. Tíminn og tökin ljúka
því svo að fullu.
Hvörflum síðan huga til allra
hinna stæðilegu og myndarlegu
íbúðarhúsa, sem hér hafa risið af
grunni á s. 1. 20 árum. Vissulega er
það okkur ánægjuefni, sem borið
höfum hitann og þungann af rekstri
Sparisjóðs Vestmannaeyja og vera
þess vitandi, hversu vel Eyjabúar
kunna að meta alla þessa starfsemi
stofunarinnar og gildan þátt í at-
hafnalífinu, með því að efla hann
með sparifé sínu ár frá ári.
I dag er Sparisjóður Vestmanna-
eyja einn af hinum 6 stærstu spari-
sjóðum í landinu og þó langyngstur