Blik - 01.05.1967, Side 336
334
BLIK
þeirra stærstu. Vissulega ber þessi
öri vöxtur stofnunarinnar Eyjafólki
fagurt vitni. Það skilur og hefur skil-
ið af reynslu sinni, að því meir sem
það eflir þessa stofnun í bæjarfélag-
inu með fé sínu, því öflugri hjálp
megnar hún að veita því í lífsbarátt-
unni.
Ég man þann dag enn, er við
höfðum aðeins stofnfé til umráða,
kr. 15.000,00. Ekkert varð gert, fyrr
en nokkrir venzlamenn ábyrgðar-
mannanna og svo þeir sjálfir lögðu
inn í Sjóðinn nokkurt fé svo að nam
samtals kr. 180.000,00. Þá veittum
við fyrsta fasteignarlánið, kr.
1500,00.
Ekki er því að neita, að Sparisjóð-
ur Vestmannaeyja eignaðist strax
öfluga andstæðinga og andróðurs-
menn. Hrakspánum rigndi yfir. Og
margir gerðust þá „trúaðir". Ég var
sannfærður um, að andúðin og van-
trúin olli því, að einungis kr.
60.000,00 sparifé voru lagðar inn í
stofnunina fyrsm 8 mánuðina, sem
hún starfaði. Og þar fólust þó í
vertíðarlok sæmilegrar aflavertíðar.
Hér var því aðeins eitt að gera: Þola
og þrauka. Þá list kunni ég persónu-
lega. Ég hafði lært hana í skóla-
starfi mínu og þjálfazt í henni þar.
Fjandmenn skólastarfsins urðu strax
fjandmenn Sparisjóðsins. ímigustur-
inn á öllum menningarlegum nýj-
ungum hafði gagntekið sálarlíf þess-
ara smáborgara. Efnis- og aurahyggj-
an var þar alls ráðandi. Og enn
tókst þeim að leika á ótrúlega marg-
ar sálir samborgara sinna.
En rótgróinni ómenningu verður
ekki breytt í menningu með áhlaupi,
heldur seiglu og þrotlausu starfi að
settu marki. „Sá, sem veit sitt hlut-
verk, á helgast afl um heim, eins
hátt og lágt má falla fyrir kraftinum
þeim", segir skáldið. Það eru vissu-
lega orð að sönnu. Með starfi sínu
einu megnaði Sparisjóður Vest-
mannaeyja að þagga niður í and-
róðursröddunum.
Tindarnir tóku að hrinja og fúa-
díkin að fyllast upp. Fólkið hætti að
krjúpa á kné fyrir peningavaldi og
maurapúkahætti. Það tók að hugsa
sjálfstætt og skapa sér sínar eigin
skoðanir og draga sínar eigin álykt-
anir. I þeim eigindum fólksins fólst
mátturinn mesti hjá Sparisjóði
Vestmannaeyja. Þá var honum sig-
urinn vís, því að hann er ríkur þátt-
ur í myndugleik og persónulegri og
efnahagslegri sjálfstæðisbaráttu
Eyjafólks í heild.
A s. 1. ári uku Eyjabúar sparifé
Sparisjóðúns um kr. 3,4 milljónir.
Sjálfir fengu þeir svo lán til hús-
bygginga úr stofnun þessari, sem
r.ámu 10 milljónum króna. Aðeins
þessar tölur sanna okkur, svo að
óhrekjanlegt er, að efling Sparisjóðs-
ins er efling eigin hagsmuna með
Eyjafólki.