Blik - 01.05.1967, Síða 343
BLIK
341
Nei, það stóðst ekki.
2. Að afmælisbarnið væri viður-
kenndur forustumaður í lands-
málum.
Nei, það stóðst ekki.
3. Að afmælisbarnið væri lands-
kunnur forustumaður í félags-
málum.
„Lestu áfram" sagði eiginmaður-
inn.
4. Að afmælisbarnið væri lands-
kunnur rithöfundur, skáld, tón-
snillingur.
„Afram", sagði eiginmaðurinn.
5. Að afmælisbarnið væri afreks-
maður í íþróttum eða fjallgöng-
um.
Þögn.
6. Að afmælisbarnið væri frömuð-
ur í ræktun og búnaði, sjávarút-
vegi, iðnaði, verzlun eða hand-
verki.
„Lestu", sagði eiginmaðurinn og
brosti breitt.
7. Að afmælisbarnið væri héraðs-
kunnur fræðimaður, ættfræðing-
ur o. s. frv.
„Afram", sagði eiginmaðurinn og
hló. Ég þóttist heyra, hvernig
görnin hlakkaði í honum.
„Þetta er búið", sagði ég, „liðirnir
eru ekki fleiri".
„Þá vil ég leyfa mér að taka þetta
fram:
„Konan mín hefur verið í Kven-
félaginu Líkn árum saman, eða var
það, og tekið þar drjúgan þátt í fé-
lagsmálum. Afrekskona er hún t. d.
á sviði handverks og heimilisiðnaðar,
og þar má taka það skýrt fram, að
hún er gift einum kunnasta og slyng-
asta iðnaðarmeistara bæjarins.
Og það afrek hefur hún unnið, að
ala honum ? börn (hefi gleymt
barnafjöldanum). Þá get ég bezt um
það dæmt, að hún er vel hagmælt, og
vissulega hefur hún reynzt kvenna
fróðust um margt, sem skeður í
bænum. Það geta þær bezt vottað,
sem setið hafa saumafundi með
henni í saumaklúbbnum síðast liðin
20 ár. Þannig hefur hún orðið hér-
aðskunn fræðikona, og ætt sína rek-
ur hún langt fram." Svo mikil voru
rök hans.
Mér fannst málið æði harðsótt og
hugsaði með sjálfum mér: Listin er
að kunna að slaka á klónni á réttri
stundu. Ég afréð því að semja af-
mælisskeytið og senda það útvarp-
inu. Vissi fyrir víst, að þeir mundu
stinga fréttinni undir stól.
Ekki var afmælisfréttin lesin upp
í útvarpinu um kvöldið.
Hringt! — Það var eiginmaður-
inn. — Vondur, — reiður. Hann
fullyrti, að ég hefði svikið hann,
aldrei sent skeytið.
Ég skoraði á hann að mæta mér á
Símstöðinni næsta dag á tilskilinni
stundu. Þetta gerði hann. Þarna vott-
uðu símastúlkurnar, að ég hefði sent
skeytið eða viljað senda það, en
fréttastofan neitað að taka við því.
Jafnframt færðu stúlkurnar mér
snurpur eða ákúrur frá fréttamann-
inum fyrir skeytið, sem fór svo herfi-
lega í bága við settar reglur um
flutning afmælisfrétta í útvarpið.
„Þessu má ég taka við þín vegna",