Blik - 01.05.1967, Side 344
342
BLIK
sagði ég við eiginmanninn. Þá hló
hann beiskjulega og tuldraði um
það, að ekki væru allir jafnir fyrir
lögunum og ekki metnir kostir
manna og kvenna á einn veg í landi
voru. Engin afsökunarorð féllu til
mín, sem hirtinguna fékk saklaus.
Samdægurs hitti ég Agúst múrara
Benónýsson á förnum vegi og sagði
honum í léttum tóni þetta afmælis-
ævintýri. Bað ég hann að gera vísu
um þetta, þar sem við stóðum og
skeggræddum.
Eitthvað varð frúin að heita annað
en ....
Við komum okkur saman um að
kalla hana Onnu. Ef til vill hét hún
það!
Og hér kemur erindið hans
Agústs:
I gær að sextug yrði Anna
ekki tókst til fulls að sanna,
þó að aðstoð mætra manna
og margra fleiri kæmi til.
Utvarpið um þetta þagði,
þar ei nokkurt orð til lagði.
A öllu voru skitin skil.
Þ. Þ. V.
ÁST ARÆVINTÝRI
GVENDS GRALLARA
Hér birtir Blik mynd frá ástarævin-
týri, sem átti sér stað í Eyjum fyrir
svo sem 50 árum.
Gvendur grállari hét maður á
máli alþýðu í Eyjum. Hann var ein-
setukarl og bjó í hefbergiskytru í
Þykkvábænum þar í verðandi kaup-
stað.
Þegar hér er komið sögu, er
Gvendur grallari orðinn hundleiður
á að sofa hjá sjálfum sér. Hann
þekkti dável vinnukonuna í Görð-
um þarna í 'einu húsinu í Þýkkva-
bænum, vissi hana bæði heita og
ástargjarna, þegar sá gallinn var á
henni. Kom nú Grallara til 'hugar
á fá að njóta yls hjá henni nokkurn
hluta nætur, svona til agnarlítillar
tiibreytingar í einveru tilverunnar.
En þá var að komást inn 'í húsið, án
þess að verða séður. — Jú, ráð voru
til þess, þegar málið var vel og vand-
lega íhugað óg ékki rasað um ráð
fram!
Gvendur grallari hugðist kómast
inn um þakgluggann á norðursúð
hússins. Auðvitað vissi hann, hvar
Árni útvégsbóndi geymdi stigann
sinn og hann vildi Grallari nota. Svo
komst hann upp á skúrinn klaklaust
og upp að glugganum. Þar hugðist
'hann nota klaufhámarinn sinn, sem
hann tók með sér. En viti menn!
Þegar á reyndi, lá rúðan laus yfir
gluggaopinu. Þegar Grallari lyfti
rúðunni, heyrði hann eitthvert písk-
ur inni á loftinu. Og brátt gekk
'hann úr s'kugga um, að gestur var
þar fyrir. Þá háfði Grallari rekið
aðra löppina inn og niður um
gluggagáttina. Þar var þrifið held-
ur óþyrmilega í hana og honum
hrundið, svo hann missti hins fótar-
ins og hrasaði niður á þekjuna. Þá
greip Villa vinnukona í Görðum í
fótinn, sem inni var, og tók af
Grallara fallið. Myndin lýsir þessu
betur en orð fá lýst.