Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1957, Síða 64
1957
— 62 —
Hellu. Afkoma bænda góð.
Laugarás. Heyfengur bænda góður
og menn yfirleitt ánægðir með af-
komuna.
Eyrarbakka. Hey mikil og góð. Sum-
arvertíð léleg.
HafnarfJ. Afkoma manna yfirleitt
góð.
Kópavogs. Afkoma góð. Atvinna næg
og atvinnuhættir óbreyttir. Engar nýj-
ar atvinnustöðvar.
II. Fólksfjöldi, barnkoma og manndauði.1 2)
Fólksfjöldi á öllu landinu í árslok
(þ. e. 1. desember) 1957 166831
(162700 1. desember 1956). Meðal-
mannfjöldi samkvæmt því 164766
(161090) .2)
/ Reykjavík var fólksfjöldinn 67589
(65305), eða 40,5% (40,1%) allra
landsbúa.
Hjónavígslur 1326 (1336), eða 8,0%<.
(8,3%.).
Lögskilnaðir hjóna 115 (102), eða
0,7%.' (0,6%.).
Lifandi fæddust 4726 (4564) börn,
eða 28,7%. (28,3%.).
Andvana fæddust 65 (61) börn, eða
13,6%. (13,2%.) fæddra.
Manndauði á öllu landinu 1157
(1153) menn, eða 7,0%. (7,2%.).
Á 1. ári dóu 80 (79) börn, eða
16,9%. (17,3%.) lifandi fæddra.
Akranes. Fólki fjölgaði heldur
minna en árið áður, eða um 110
manns. Fæðingar eru þó heldur fleiri
en áður, en nokkur hluti mæðranna á
heima utan héraðs; höfðu þær aðeins
komið á sjúkrahúsið til að fæða börn
sín. 26 dóu á árinu í héraðinu; 7
þeirra voru heimilisfastir utan héraðs.
2 menn úr Akraneshéraði dóu utan
héraðs á árinu.
Kleppjárnsreykja. Fólki fjölgar.
Flateyjar. Fækkaði um 25.
Flateyrar. Fólksfjöldi stendur i stað.
Bolungarvíkur. Fólksfjöldi stendur i
stað. Lifandi fædd börn voru 21, en
2 höfðu látizt.
ísafj. Fólki aðeins fjölgað á árinu.
Snðavíkur. íbúum fækkaði um 42.
1) Eftir upplýsingum Hagstofunnar.
2) Um fólksfjölda í einstökum héruðum sjá
töflu I.
Djúpavíkur. Fólki hefur fækkað um
30 á árinu, eða rúmlega 8%. 4 börn
hafa fæðzt á árinu, en 2 gamalmenni
látizt.
Hólmavíkur. Fólki fjölgaði um 22 á
árinu.
Hvammstanga. íbúum héraðsins
fjölgaði um 28 á árinu, 38 börn fædd-
ust í héraðinu og 8 gamalmenni dóu.
Enginn ungbarnadauði.
Blönduós. Fólksfjölgun var nokkur
í héraðinu. Svarar jiað nokkurn veg-
inn til mismunarins á fæddum og
dánum, svo að tilflutningar fólks i
héraðið og úr virðast hafa verið litlir.
Manndauði nokkru meiri en næsta ár
á undan.
Sauðárkróks. Héraðsbúum fjölgaði
nokkuð, og var öll sú fjölgun i Sauð-
árkróksprestakalli.
Hofsós. Fólksfækkun var með mesta
móti.
Ólafsfj. Á árinu fæddust 14 börn lif-
andi, og er það lágmark í marga ára-
tugi. Fólki fækkaði á árinu, það sem
það var.
Dalvikur. Fólkinu fjölgaði lítils
háttar, svipað og undanfarið ár.
Akureyrar. íbúum fjölgaði um 157
á árinu.
Grenivíkur. Fólksfjöldi i héraðinu
hefur staðið í stað.
Breiðumýrar. íbúum læknishéraðs-
ins fjölgaði um 18 á árinu.
Húsavíkur. í héraðinu fjölgaði fólki
aðeins um 15 manns.
Kópaskers. Fólki fjölgaði á Raufar-
höfn, en fækkaði í sveitum.
Þórshafnar. Fólki fækkaði heldur á
árinu (22 manns).
Austur-Egilsstaða. Fólki hefur fjölg-
að í héraðinu og fæðingar fram yfir
dána áberandi.