Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1957, Síða 74
1957
— 72 —
þó um neina alvarlega sjúkdóma að
ræða. Fólk í þessu liéraði leitar yfir-
leitt ekki læknis, nema nauðsyn krefji.
Hólmavíkur. Meira hefur verið um
ýmsa kvilla á þessu ári heldur en
árið áður, en þó er ekki um neina
alvarlega kvilla að ræða. Tvo síðustu
mánuði ársins leituðu til mín meira
en helmingi fleiri sjúklingar en á jafn-
löngum tíma áður, þegar mest hefur
verið.
Hvammstanga. Yfirleitt gott heilsu-
far, ef frá er dreginn inflúenzufarald-
urinn, og betra en 1956.
Blönduós. Sóttarfar meira en i
meðallagi vegna inflúenzufaraldranna,
leifar frá fyrra ári í ársbyrjun og
nýrrar öldu, sem reis seint á árinu.
Hofsós. Heilsufar fremur gott.
Siglufj. Mátti heita, að heilsufar
væri gott.
Ólafsfj. Heilsufar með verra móti,
og átti inflúenzan þátt i því.
Dalvíkur. Heilsufar yfirleitt gott.
Akureyrar. Heilsufar má teljast lak-
ara en í meðallagi, og veldur því m. a.
mjög slæmur kveffaraldur í janúar og
svo Asíuinflúenzan í október, nóvem-
ber og desember.
Grenivíkur. Heilsufar i meðallagi.
Breiðumýrar. Heilsufar með bezta
móti.
Húsavíkur. Heilsufar yfirleitt i bezta
lagi.
Kópaskers. Heilsufar var úgætt á
árinu, farsóttir engar, svo að orð væri
á gerandi.
Þórshafnar. Heilsufar sæmilega gott
framan af árinu.
Norður-Egilsstaða. Heilsufar mátti
teljast gott allt árið.
Austur-Egilsstaða. Heilsufar i lakara
lagi.
Bakkagerðis. Mikið um ýmsa kvilla
á árinu.
Seyðisfj. Heilsufar var yfirleitt gott.
Eskifj. Heilsufar mjög gott febrúar
—maí. Aðra hluta árs með verra
móti.
Búða. Heilsufar í lakara lagi.
Djúpavogs. Heilsufar allgott.
Hafnar. Heilsufar með betra móti.
Vikur. Kvillasamt á árinu.
Veslmannaeyja. Heilsufar mun hafa
verið með betra móti á árinu.
Laugarás. Heilsufar hefur verið all-
gott á árinu.
Kópavogs. Heilsufar yfirleitt gott.
A. Farsóttir.
Töflur II, III og IV, 1—28.
1. Kverkabólga (angina tonsillaris).
Töflur II, III og IV, 1.
1953 1954 1955 1956 1957
Sjúkl. 9183 8466 10065 10425 8313
Dánir 1112 1
Er almennt talin með fátiðara og
vægara móti. Eiginlegir faraldrar
naumast teljandi.
Akranes. Gerir eins og fyrr allmikið
vart við sig allt árið, en er ekki skæð.
Kleppjárnsreykja. Óvenjufá tilfelli.
Borgarnes. í júli og ágúst æðimörg
tilfelli og svo töluverður faraldur sið-
usíu þrjá mánuðina.
Búðardals. Á þrem samliggjandi
bæjum hér lá kverkabólga allskæð í
landi í október og nóvember.
Flateyjar. Stakk sér niður flesta
mánuði ársins, einkum fyrra helming-
inn, og klykkti að mestu út með smá-
faraldri i júli—ágúst. Fremur væg og
án fylgikvilla.
Djúpavíkur. Noklcur dreifð tilfelli,
flest fremur væg.
Hólmavíkur. Slæðingur allt árið,
yfirleitt væg, og verstu tilfellin batna
fljótt við lyf.
Hvammstanga. Yfirleitt væg og
fylgikvillalaus.
Blönduós. Með meira móti fyrra
hluta sumars, en annars ekki framar
venju.
Hofsós. Faraldur i júlí og ágúst. Eitt
piltbarnið fékk, sem fylgikvilla, liða-
bólgu og purpurakennd útbrot á út-
limi.
Ólafsfj. Gerði vart við sig í öllum
mánuðum ársins.
Alcureyrar. Engin verulega þung til-
felli.
Grenivíkur. Nokkur tilfelli flesta
mánuði ársins, en yfirleitt frekar væg-
Þórshafnar. Nokkur tilfelli flesta
mánuði ársins,
Vopnafj. Stakk sér niður flesta mán-
uði ársins.