Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1957, Blaðsíða 92
1957
— 90 —
lunganu, og við ræktun á sputura
fannst seinna tbc. +. Sjúklingurinn
fór síðan á Vífilsstaðahæli. Tveim
mánuðum eftir að hann fór, gerði ég
berklapróf á öllum börnum, sem ég
vissi til, að hann hafði umgengizt, en
ekkert þeirra svaraði jákvætt.
Seyðisfj. í árslok eru skráðir 5 sjúk-
littgar með berklaveiki, og bættust 2
nýir við á árinu. 60 ára karlmaður
fékk slæmt kvef í október og með því
nokkurn uppgang. Við ræktun reynd-
ust berklasýklar í hráka. Hinn sjúk-
lingurinn er 37 ára sjómaður, Þórar-
insstaðaeyrum, sem lengi hefur verið
grunsamur vegna kvefsækni. Börn
hans 4 reyndust nú jákvæð við Moro-
próf. Sendi ég þá sjúklinginn til rann-
sóknar á berklavarnarstöðina í Reykja-
vík, og sýndi sig, að hann hafði berkla
á byrjunarstigi í öðru lunga. Dvelst
hann nú á Vífilsstöðum. Ekkert barn
hefur svarað jákvætt við berklapróf
síðustu árin í bænum, fyrr en í haust,
að 7 ára drengur reyndist jákvæður.
Um smitunarhættu í þessu tilfelli er
mér ókunnugt.
Vestmannaeyja. Enginn alveg nýr
sjúklingur á árinu, en 2 voru endur-
skráðir, og 5 frá fyrra ári. Þannig
voru aðeins 7 sjúklingar á skrá á ár-
inu, allt væg tilfelli, enda aðeins 2
eftir á skrá í árslokin. Hér er um al-
gert metár að ræða.
Hellu. 7 ára gamalt stúlkubarn veikt-
ist snögglega með háum hita. Engin
útbrot. Nánari eftirgrennslan leiddi i
ljós, að utanhéraðskona, sem hafði
verið berklasjúklingur, en taldist ekki
valda lengur smithættu, hafði gist á
lieimili barnsins. Rg-mynd sýndi hili-
tis. Mantouxpróf var kröftuglega já-
kvætt, en hafði fram til þessa verið
neikvætt.
Laugarás. Ekkert nýtt tilfelli á ár-
inu.
Selfoss. 2 sjúklingar skráðir um ára-
mót, báðir heima og að nokkru vinnu-
færir. Enginn nýr sjúklingur á árinu.
Eyrarbakka. 13 ára piltur sendur til
rannsóknar; reyndist með tbc. pul-
monum og fór á Vífilsstaði.
Kópavogs. Engin ný tilfelli.
Hafnarfí. 3 sjúklingar eru nýskráðir
á árinu, systkin 2% árs, 4 og 7 ára,
öll með hilitis. Ekki hefur enn þá
tekizt að finna smitunaruppruna, þrátt
fyrir Ieit.
3. Geislasveppsbólga
(actinomycosis).
Töflur V—VI.
1953 1954 1955 1956 1957
Sjúkl. „„131
Dánir „ „ „ „ „
Akranes. 1 maður skráður.
Bakkagerðis. 10 ára drengur fékk
stóran og þrálátan bólguhnút vinstra
megin á háls. Þegar hnútnum hafði
þrisvar verið, að því er virtist, ger-
eytt með pensilini, birtist hann enn í
fjórða sinn. Var þá hreinsað út úr
honum og gröfturinn microscoperað-
ur. Kom í ljós, að um actinomycosis
var að ræða. (Tilfellið ekki skráð.)
4. Holdsveiki (lepra).
Töflur V—VI.
1953 1954 1955 1956 1957
A spítala 7 6 5 5 6
f héruðum 2 2 2 2 2
Samtals 9 8 7 7 8
Á árinu kom í leitirnar holdsveikur
sjúklingur (kona, 60 ára), sem að vísu
hiafði áður leitað lækna, en verið talin
með liðagigt, sbr. Læknablaðið 1958,
bls. 71—78, og umsögn læknis holds-
veikraspítalans í Kópavogi hér á eftir.
Utan hælis i Kópavogi dveljast enn
2 áður taldir holdsveikir sjúklingar,
en reyndar hvorugur lengur með virka
holdsveiki. Annar (karl, 59 ára) er
sem fyrr i Rvik, en hinn (kona, 82
ára), sem lengi hefur verið í Húsa-
víkurhéraði, fluttist á árinu til
S i g 1 u f j.
Læknir Holdsveikraspítalans i Kópa-
vogi lætur þessa getið:
I ársbyrjun voru 5 sjúklingar á
spítalanum. Enginn dó á árinu, en i
febrúarmánuði var nýr sjúklingur
lagður inn. Var það sextug kona, sem
hafði dvalizt í nokkra mánuði á heilsu-
verndarstöðinni, lögð þar inn vegna
liðagigtar. Eftir langa og nákvæma
rannsókn kom í ljós, að konan haföi
holdsveiki, og var hún þá flutt á Kópa-