Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1957, Síða 148
1957
— 146 —
Rvík. Barnavinafélagið Sumargjöf
rak, eins og að undanförnu, 4 dagheim-
ili og 6 leikskóla, og dvöldust þar sam-
tals 1590 börn. Reykjavíkurbær rak 3
barnaheimili: Vöggustofu að Hlíðar-
enda fyrir 22 börn á aldrinum 0—18
mánaða. Dvalardagar þar voru 8137.
Vistheimili að Silungapolli fyrir börn
á aldrinum 3—7 ára. Dvalardagar þar
voru 11409. Reykjahlíð í Mosfellssveit,
þar sem er vistheimili fyrir 20 börn,
einkum munaðarlaus, á aldrinum 7—
12 ára. Dvalardagar þar voru alls
5796. Vistheimili þetta var áður rekið
að Kumbaravogi við Stokkseyri i Ar-
nessýslu. Upptökuheimili var eins og
áður starfrækt af ríkinu að Elliða-
lwammi i Kópavogi. Það er einkum
notað i aðkallandi tilfellum og sem
athugunarstöð fyrir unglinga (sem
lcnt hafa á glapstigum), áður en þeim
er ráðstafað annað. Dvöldust þar 67
börn og unglingar. Dvalardagar voru
1927. Hjúkrunarkona barnaverndar-
r.efndar hafði eftirlit með 144 heimil-
um. Ástæður til lieimiliseftirlits flokk-
ast þannig:
1. Veikindi .................................. 38 heimili
2. Húsnæðisvandræði ........................... 5 —
3. Fátækt .................................... 21 —
4. Ýmis vanhirða ............................. 26 —
5. Deila um umráðarétt og dvalarstað ......... 18 —
6. Ósamlyndi, vont heimilislif barna .......... 3 —
7. Drykkjuskapur ............................. 33 —
Samtals 144 heimili
Auk þess hefur fulltrúi nefndarinn-
ar haft eftirlit með fjölda heimila
vegna afbrota og óknytta barna og
unglinga. Nefndin útvegaði 183 börn-
um og unglingum dvalarstaði, annað
hvort í barnaheimilum, einkaheimil-
um hér í bæ, eða í sveitum. Sum þess-
ara barna fóru aðeins til sumardvalar,
en önnur til langdvalar, einkum um-
komulaus og vanhirt börn. Hjá nefnd-
inni voru bókuð 603 afbrot hjá 348
börnum og unglingum. Brotafjöldi er
allmiklu meiri en s. 1. ár. Hækkunin
er mest undir liðnum „flakk og úti-
vist“, eða um 200 brot. Stafar þetta af
því, að mjög var hert á eftirliti með
veitinga- og dansstöðum. Á sumar-
dvalarheimilum, sem Reykjavíkurdeild
Rauðakross íslands rekur að Laugar-
ási í Biskupstungum og að Silunga-
polli dvöldust 180 börn, og á sumar-
dvalarheimili Vorboðans i Rauðhólum
um 80 börn.
Samkvæmt upplýsingum kvenlög-
reglunnar í Reykjavík hefur hún á
árinu haft afskipti af 67 stúlkum á
aldrinum 12—18 ára vegna útivistar,
louslætis, þjófnaðar, eða áfengis-
neyzlu.
Akranes. Dagheimili fyrir börn var
rekið mánuðina júlí—ágúst á vegum
kvenfélagsins.
Akuretjrar. Barnaheimilið Pálmholt
starfaði með sama hætti og árið 1956.
Leikskóli Barnaverndarfélags Akur-
eyrar starfaði frá 6. janúar til 30.
apríl.
Vestmannaeyja. Sumardvalarheimili
smábarna er starfrækt á vegum kven-
félaganna liér og með tilstyrk bæjar-
ins.
Hafnarfj. Nokkur félög í bænum.
sem hafa líknarmál á stefnuskrá sinni.
svo sein Rauðakrossdeildin, Kvenfé-
lagið Hringurinn og Barnaverndarfé-
lag Hafnarfjarðar, komu á fót sumar-
dvalarheimili fyrir börn úr Hafnar-
firði í Óttarstaðalandi í Garðalireppi-
Voru þar 25 börn um tveggja mánaða
tima siðast liðið sumar.
G. Fávitahæli.
í ársbyrjun voru á Kleppjárnsreykja-
hæli 25 fávitar, 1 karl og 24 konur.
2 konur komu á hælið á árinu, 2
konur fóru, og 1 kona dó. Vistmenn í
árslok voru þvi 24, 1 karl og 23 kon-
ur. Dvalardagar alls 9068.