Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1957, Page 156
1957
154 —
tóbaks- og kaffinotkun mun vera svip-
uð og annars staðar.
Súöavikur. Áfengisnautn aðeins i
sambandi við skemmtanir, sem eru
sjaldgæfar liér. í Djúpinu er oft lum-
að á flösku, þar til góða gesti ber aS
garSi. Fá þeir þá einn til tvo „snapsa“.
Virðist vínmenning þvi á háu stigi i
héraðinu. Kaffi- og tóbaksnautn svip-
uð og annars staðar.
Hvammstanga. Áfengisneyzla virðist
ininni en viða annars staðar, en mér
blöskrar tóbaksnotkunin. Börnin eru
ekki fermd, þegar þau, jafnt stúlkur
sem piltar, fara að reykja á almanna-
færi, og hef ég ekki orðið var við
sterka viðleitni foreldra til að draga
úr þessum ósóma.
Blönduós. Áfengisnautn, kaffi-
drykkja og tóbaksnotkun mun vera
svipað og áður.
Höfða. Áfengisnautn er lítið áber-
andi, helzt á danssamkomum.
Ólafsfj. Áfengisnautn talsverð i sam-
bandi við skemmtanalífið. Tóbaks-
nautn virðist halda velli þrátt fyrir
allt krabbameinstal.
Grenivikur. Áfengisnautn lítil.
Tóbaksnautn svipuð og áður. Þó hafa
nú siðari árin nokkrir hætt við reyk-
ingarnar, en byrjað að taka í nefiS.
Yngri menn hér á Grenivík reykja
yfirleitt ekki, en sumir þeirra eru að
fikta við að taka í nefið. Aftur gera
ungu stúlkurnar töluvert að þvi að
reykja.
Kópaskers. Áfengisneyzla ekki rnjög
áberandi, helzt á Raufarhöfn, en nokk-
uð ber á því, að unglingar taki sér
fullorðna til fyrirmyndar í því efni,
svo sem farið er að tiðkast í stærri
jiorpum og kaupstöðum. Fjóra menn
i héraðinu er liægt að kalla ofdrykkju-
menn.
Þórshafnar. Áfengisneyzla mikil i
Þórshöfn, svo og tóbaksnautn. Kaffi
mikið drukkið.
Vopnafj. Áfengisneyzla fer vaxandi.
Eskifj. Áfengisnautn talsverð á sam-
komum í kauptúnunum, en litil hvers-
dagslega. Mjög litil í sveitunum.
Vestmannaeyja. Áfengisnautn fer
minnkandi meðal heimamanna, en er
allmikil meðal vertíðarfólks, sem
streymir hingað á vertíö, fleiri og
fleiri árlega. Og ekki eru Færeying-
arnir betri en „landinn", hvað snertir
meðferð áfengis.
8. Meðferð ungbarna.
Ljósmæður geta þess í skýrslum
sínum (sbr. töflu XIII), livernig 4595
börn, sem skýrslurnar ná til að þessu
leyti, voru nærð eftir fæðinguna. Eru
hundraðstölur sem hér segir:
Brjóst fengu........ 89,5 %
Brjóst og pela fengu 7,6 —
Pela fengu ......... 2,9 —
I Reykjavík líta sainsvarandi tölur
þannig út:
Brjóst fengu........ 98,7 %
Brjóst og pela fengu 0,6 —
Pela fengu ......... 0,7 —
Tölur Heilsuverndarstöðvar Reykja-
vikur um brjóstmylkinga og pelabörn
koma ekki vel heim við þessar tölur
Ijósmæðra. Af 1643 ungbörnum, sem
stöðin hafði afskipti af (sjá áður),
fengu 90,4% brjóst, 1,8% brjóst og
pela og 7,8% eingöngu pela. Állveru-
legur hluti brjóstabarnanna var auk
þess brjóstabörn ineira að nafninu til,
því að 19,7% þeirra voru á brjósti ekki
fullan mánuð, 33,2% í mánuð, 36,9% í
2—4 mánuði og aðeins 10,2% í 5
mánuði eða lengur, þ. e. fullan brjóst-
eldistíma. í þessu ljósi mun yfirleitt
mega skoða vitnisburð ljósmæðra um
brjósteldi ungbarna hér á landi.
Súðavíkur. Meðferð ungbarna yfir'
leitt góð. Flest börn á brjósti í nokkr-
ar vikur.
Hólmavikur. Meðferð ungbarna yfif'
leitt góð.
Blönduós. Flest ungbörn höfð a
brjósti og gefið lýsi og fleiri fjörefni-
Flestar frumbyrjur fæða hér á spítal-
anum og fá þá tilsögn um meðferð
barnanna.
Ólafsfj. Mikil viðleitni mæðra til
góðrar meðferðar ungbarna, en þo
bregðast þær, er sízt skyldi, þvi að
engar hafa börnin á brjósti. Er þvi
skýrsla Ijósmóður þar um algerlega
villandi, og svo mun víðar vera.