Studia Islandica - 01.06.1963, Side 9

Studia Islandica - 01.06.1963, Side 9
I VANASTRtÐ Af Eddukvæðum og ritum Snorra Sturlusonar er ljóst, að menn hafa ekki hugsað sér öll goðin Ása ættar. Sum voru af öðrum ættflokki, sem nefndist Vanir. 1 Völuspá, Ynglingasögu og Snorra-Eddu er sagt frá ófriði, er þess- ar tvær ættkvíslir áttu með sér í árdaga. Af Völuspá er svo að sjá sem Æsir hafi beðið ósigur. En samkvæmt Ynglingasögu og Snorra-Eddu komust sættir á með þeim skilmálum, að aðilar skiptust á gíslum. Fengu þá Æsir Njörð úr Nóatúnum, sem fæddur var í Vanaheimi, og börn hans: Frey og Freyju. Þessara friðarsamninga er enn fremur getið í Vafþrúðnismálum, en þar segir um Njörð: 1 Vanaheimi skópu hann vís regin ok seldu at gíslingu goðum. Til sömu sagnar benda brigzlyrði Loka í Lokasennu: Þegi þú Njörðr, þú varst austr héðan gísl of sendr at goðum. Vitneskja um ætterni Njarðar kemur einnig fyrir í vísu eftir Þórð Særeksson (frá 11. öld), þar sem segir um Skaða: „Nama snotr una goðbrúðr Vani,“ og hjá Einari Skúlasyni (á 12. öld), sem kallar Freyju Njarðardóttur Vanabrúði. Af þessum dæmum er Ijóst, að sögnin um ættemi Njarðar og bama hans er eldri en Snorri, og

x

Studia Islandica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.