Studia Islandica - 01.06.1963, Síða 21

Studia Islandica - 01.06.1963, Síða 21
19 leita hans. Um leið visnar allur jarðargróður. Að lokum finnur gyðjan aftur sinn ástfólgna son eða maka og vekur hann oftast til nýs lífs. Þá blómgast allur jarðargróður á ný. Sagan táknar síendurtekna rás árstíðanna. Á tiltekn- um árstíðum visnar allur gróður og lifnar svo aftur eftir ákveðinn tíma. Goðsögunnar er minnzt á hverju ári með helgileikjum. Haldnar voru sorgarhátíðir til að minnast dauða guðsins og hvarfs gyðjunnar, um leið og gróður- inn visnaði í hverju landi um sig. En hinum nýja gróðri var alls staðar fagnað sem upprisu guðsins frá dauðum. 1 öllum þessum löndum var konungdómurinn talinn guðlegs eðlis, og litið var á konung og drottningu sem staðgengla goðanna. 1 Mesópótamíu voru þau oft látin tákna Tamuz og Ishtar. Var þá upprisa hins unga guðs sýnd sem upprisa konungsins frá dauðum. Jafnframt voru þau látin halda brúðkaup sitt, sem leikið var af konungi og drottningu (eða hofgyðju í hennar stað) til að efla frjósemi í náttúrunnar ríki.1 Þess var getið hér fyrir skömmu, að Nerþus væri sama nafnið og Njörður, aðeins á eldra málstigi. En mörgum fræðimönnum hefur orðið það umhugsunarefni, að þessi goðvera virðist hafa skipt um kyn. Þó þarf það ekki að vera. Miklu líklegra er, að hér sé að ræða um systur Njarðar, sem hafi borið sama nafn og bróðir hennar. Þessu til styrktar skal bent á nokkra staði úr íslenzkum fornritum. 1 Lokasennu segir, að Njörður hafi getið Frey við systur sinni, og í Ynglingasögu er nánar skýrt frá því. ,,Þá er Njörður var með Vönum, þá hafði hann átta systur sína, því að það voru þar lög. Voru þeirra börn Freyr og Freyja. En það var bannað með Ásum að byggja svo náið að frændsemi." 2 Sennilega hafa Freyr og Freyja líka verið talin hjón í upphafi, þótt sagnir um það séu óljósar. En í Lokasennu er Loki látinn atyrða Freyju með þessum orðum: 1 Sjá James, bls. 114—115. 2 Heimskringla, Yngl.s., 4. kap.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Studia Islandica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.