Studia Islandica - 01.06.1963, Side 25

Studia Islandica - 01.06.1963, Side 25
23 um leið sóttin, leituðu menn sér ráðs og létu fá menn til hans koma, en bjuggu haug mikinn og létu dyr á og þrjá glugga. En er Freyr var dauður, báru þeir hann leynilega í hauginn og sögðu Svíum, að hann lifði, og varðveittu hann þar þrjá vetur. En skatt öllum helltu þeir í hauginn, í einn glugg gullinu, en í annan silfrinu, í inn þriðja eir- peningum. Þá hélzt ár og friður. ... Þá er allir Svíar vissu, að Freyr var dauður, en hélzt ár og friður, þá trúðu þeir, að svo myndi vera, meðan Freyr væri á Svíþjóð, og vildu eigi brenna hann og kölluðu hann veraldargoð, blót- uðu mest til árs og friðar alla ævi síðan.“1 Eins og vikið var að hér að framan, fylgir Snorri þeirri stefnu í Ynglingasögu að gera goðin að jarðneskum forn- konungum. Af því leiðir, að sagt er frá dauða guðanna. En sögnin um dauða Freys er næstum samhljóða frásögn Saxos um dauða Fróða Danakonungs, og þykir iíklegast, að Snorri hafi fært sögn um Fróða yfir á Frey.2 Verður þetta rætt síðar. Eigi að siður er ljóst af frásögn Snorra um Frey, að hann er að lýsa guði ársældar og frjósemi, þótt frásögnin sé færð í búning konungasagna. Meira að segja er ættfærsla Ynglinga til Freys ekki gripin úr lausu lofti. Ynglingar, sem voru fornkonungar í Svíþjóð, voru ekki einungis herkonungar, heldur báru þeir einnig ábyrgð á veðurfari og árgæzku í landinu. Það var því engin furða, þótt þeir rektu ætt sína til árguðsins sjálfs. Mestar heimildir til samanburðar við frásögn Snorra eru um dýrkun Freys í Sviþjóð og höfuðhofið í Uppsölum. Því er bezt lýst í kirkjusögu Adams frá Brimum (frá 11. öld).3 Þar segir um Frey: „Þriðji er Freyr, sem gefur mönnum frið og unað. Líkan hans er gert með feikistór- um getnaðarlimi." Litlu síðar segir, að Freyr sé blótað- ur, ef brúðkaup er haldið. Loks segir í einu lagi um hátíða- höld þau, er samfara voru höfuðblótum Svía: „Við þess 1 Heimskringla, Yngl.s., 10. kap. 2 Sjá Olrik: D. H. II, bls. 247—48. 3 Adam Bremensis: Gesta Hammaburgensis ecclesiae ponti- ficum Lib. IV, kap. 26—27.

x

Studia Islandica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.