Studia Islandica - 01.06.1963, Page 57

Studia Islandica - 01.06.1963, Page 57
53 líkan eitt, sem fannst í Broddenbjærg-mýri á Jótlandi. Það, sem mest einkennir þá mynd, er geysistór getnaðar- limur. Önnur líkön af karlmönnum, er fundizt hafa frá bronsöld, eru líka búin þessu sama tákni frjóseminnar. Ætla flestir, að myndir þessar eigi að sýna guð ársældar og frjósemi. Þá hefur fundizt í Danmörku úthöggvin lágmynd úr sandsteini, er sýnir slíkan karlmann og konu, sem taka höndum saman. En bak við konuna er tré. Þessi mynd minnir mjög á gullspjöldin frá Hauge, sem talin eru sýna árguðinn og konu hans og áður hefur verið lýst. Athyglisverð eru nokkur lítil konulíkön úr bronsi, sem fundizt hafa á Norðurlöndum og talin eru frá síðari hluta bronsaldar (sjá hér 2. mynd). Konan ber alltaf men um hálsinn og styður höndum á brjóst. Myndir þessar líkjast mjög smámyndum frá Vestur-Asíu, er sýna hina miklu árgyðju (Ishtar, Astarte o. s. frv.).1 En hver var konan með hálsmenið, sem allar þessar myndir eiga að sýna? Líkingin við hinar austrænu gyðjur bendir helzt til þess, að líkönin eigi að sýna norræna gyðju, sem talin hafi verið jafnoki þeirra. Þá hlýtur hugurinn ósjálfrátt að beinast að Freyju, sem bar dýrgripinn Brísingamen, og hinni guðlegu ættmóður Skjálf, sem hengdi bónda sinn í gullmeni. Hér skal engum getum að því leitt, hvað konan með hálsmenið var kölluð á bronsöld. En varla getur hjá því farið, að sögnin um Brísingamen Freyju og gullmen Skjálfar sé skyld þessari bronsaldargyðju, sem aldrei var sýnd öðruvísi en með hálsmen. Þess var getið í upphafi þessarar ritsmíðar, að Dumézil telur, að sagnirnar um skipti Ása og Vana eigi rót sína að rekja til þjóðfélagsbyggingar Frumaría. Það skal strax tekið fram, að allar þær fornminjar, sem hér hafa verið teknar til vitnis um goðatrú Norðurlandaþjóða á forsöguöldunum, eru miklu yngri en innrás Aría. Tímans vegna er því ekkert því til fyrirstöðu, að Vanagoðin öll 1 Sjá Nordisk kultur XXVI, bls. 17—18; Fornvannen 1909, bls. 175—87; Fra Haug og Museum til A. W. Brögger, 1924, bls. 7 o. áfr.

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.