Studia Islandica - 01.06.1963, Blaðsíða 60

Studia Islandica - 01.06.1963, Blaðsíða 60
56 fyrir voru á Norðurlöndum.1 Sama er að segja um það, þótt finna megi líkingu með einstökum norrænum goðum og guðum þjóða, sem ekki rekja ætt sína til Aría. En það er annað, sem mér finnst benda eindregið í þá átt, að Njörður, Freyr og Freyja séu ekki af frumarískum stofni: Þessi þrjú goð eru að öllu eðli goð jarðyrkjuþjóðar, og dýrkun þeirra virðist hafa verið með svipuðu sniði og goðadýrkun annarra akuryrkjuþjóða, hvernig sem þeim skyldleika er annars háttað. Meðal helztu einkenna slíkra trúarbragða er dýrkun móðurgyðju, skrúðgöngur með líkön eða staðgengla árgoðanna og dýrkun frjósemi- tákna. Um allt þetta er kunnugt á Norðurlöndum úr elztu heimildum, sem til eru. Bent var á það hér að framan, að goðadýrkun með þessu sniði var ríkjandi á mjög stóru svæði — allt austan úr Indusdal og vestur á Balkanskaga — áður en Aríar komu á þessar slóðir. En fjarri fer því, að þess háttar dýrkun líði nokkurs staðar undir lok við komu Aría. Hún lifði góðu lífi áfram í lönd- unum við hlið nýrra goða. Meira að segja voru austræna árgyðjan og ástmögur hennar mjög tignuð í Róm á keisaraöld. Hér að framan hefur öðru hverju verið bent á líkingu norrænna trúarhátíða og austrænnar goðadýrkunar. Oftast hefur verið látið liggja milli hluta, hvort um eðlis- skyldleika er að ræða eða bein áhrif að austan og sunnan. En stöku sinnum er líkingin svo mikil, að vart er hægt að hugsa sér annað en einhver bein áhrif. Hér skal ekki rætt um einstakar goðsögur, sem engin vissa er fyrir, að átt hafi rætur í norrænni goðadýrkun, svo sem sögnina um ketti Freyju og hjónaband Freyju og Óðs. En hátíða- höld Nerþusar, eins og Tacitus lýsir þeim, eru svo náin hliðstæða við trúarhátíðir, sem tengdar voru Attis og Kybele, að vart verður skýrt með eðlisskyldleika einum saman. 1 Sjá Dumézil, bls. 27.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.