Studia Islandica - 01.06.1963, Qupperneq 63

Studia Islandica - 01.06.1963, Qupperneq 63
59 lýst í Danasögu Saxos Grammaticusar.1 Hamarsmerki var einnig rist á steina, og nafn Þórs kemur auk þess fyrir á nokkrum rúnaristum. Vinsældir Þórs fram yfir öll önnur goð má þó bezt marka af mannanöfnum. Af nafni hans eru dregin margfalt fleiri mannanöfn en af nöfnum allra annarra goða samanlagt. Þór var upphaflega þrumuguð, eins og nafn hans bendir til (sbr. þýzku Donner), og hamarinn ímynd eldingarinnar. Minjar um þetta eðli hans eru enn bæði í dönsku og sænsku: torden (Þórdunur) og áska (ásekja). Starfssvið Þórs varð samt f jölþættara en nokkurs annars goðs, og hann var sá guð, sem oftast var leitað til á flest- um sviðum mannlífsins. Eins og oft hefur verið tekið fram, var Freyr fremsti árguð norrænna þjóða á síðustu öldum heiðni. En Þór var einnig blótaður til árs, að minnsta kosti í Svíþjóð. Um það ber Adam af Brimum bezt vitni: ,,Þór drottnar í lofti... og ræður þrumum og eldingum, heiðríkju og gróðri.“ Á slíka dýrkun Þórs meðal Svía bendir einnig sú staðreynd, að finnski þrumuguðinn Ukko, sem er greinileg eftirmynd Þórs, var í fyrsta lagi árguð. Hann var blótaður með miklum drykkjuveizlum á vorin til að kalla fram regn og efla gróður jarðar. Þá varð húsfreyjan um fram allt að drekka sig fulla, því að annars bar jörðin ekki nema hálfa uppskeru.2 örnefni benda einnig á mátt Þórs til að efla gróður jarðar. I Svíþjóð eru fimm Þórs- akrar og í Danmörku tveir. En helgir akrar virðast eingöngu tengdir goðum, sem blótuð voru til árs.3 f Noregi eru engir Þórsakrar til, og er vafasamt, hvort Þór hefur nokkurn tíma verið árguð meðal vestur- norrænna þjóða. Þó að Þór væri stundum blótaður til árs, varð hann samt aldrei guð frjóseminnar á sama hátt og Freyr. 1 Saxo, bls. 350. 2 Sjá Nordisk kultur XXVI, bls. 126. 3 Sjá Magnus Olsen: Kultminder, bls. 90—91.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Studia Islandica

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.