Studia Islandica - 01.06.1963, Page 67

Studia Islandica - 01.06.1963, Page 67
63 I íslenzkum heimildum er Týr talinn herguð. Hann er sonur Öðins og í miklum metum hjá Ásum. En engar öruggar frásagnir eru um dýrkun hans meðal norrænna þjóða. Þó þarf ekki að efa, að Týr hefur verið allmikið tignaður, einkum í Danmörku og sums staðar í Noregi. En annaðhvort hefur dýrkun Týs ekki náð að festa djúpar rætur meðal vestur-norrænna manna almennt eða minn- ingin um hana hefur verið tekin að blikna, er hin íslenzku rit voru skráð. Óöinn er alltaf talinn æðstur goða í íslenzkum heim- ildum. Honum er lýst eins og konungi, sem öll hin goðin mynda eins konar hirð um. Víða er sagt frá dýrkun Óðins, en svo er að sjá sem hann hafi einkum verið blótaður af konungum og jörlum, víkingum og skáldum. Óðinn tók öllum fram í herkænsku, göldrum og skáldskap, og menn- irnir blótuðu hann til sigurs og til að öðlast hlutdeild í speki hans. Þetta eðli virðist hafa fylgt Óðni alla tíð. Germanar í Þýzkalandi blíðkuðu Óðin (Merkúríus) með mannblótum á dögum Tacitusar og vígðu honum óvini sína. En undir lok heiðni lýsir Adam af Brimum dýrkun Óðins í Uppsalahofi á þessa leið: „Óðinn, það er hinn óði, heyr stríð og veitir mönnum vaskleik gegn óvin- um. ... Óðinn er hafður vopnaður eins og Mars venju- lega meðal vor.“ Síðan segir frá því, að Óðinn sé blótaður, ef styrjöld er fyrir höndum. Elztu heimildir, sem ætla má, að lýsi dýrkun Óðins á Norðurlöndum, eru frá miðri 6. öld. Þá skrifar gríski sagnritarinn Prokopios frá Miklagarði sögu Gota og Vandala. Hann segir, að á eynni Þúle búi þrettán stórir þjóðflokkar, sem hver hafi einn konung. Meðal þeirra nefnir Prokopios Gauta (Gautoi), fjölmennan þjóðflokk. Eftir því sem ég bezt veit, eru allir fræðimenn sammála um, að lýsing Prokopiosar á guðsdýrkun Þúlebúa eigi við Gauta. Lýsing hans er þannig: „Þeir eru blótmenn miklir og færa alls konar fórnir. En fegursta fórn þeirra er fyrsti fanginn, sem þeir taka í ófriði. Honum fórna þeir Aresi,

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.