Studia Islandica - 01.06.1963, Qupperneq 71

Studia Islandica - 01.06.1963, Qupperneq 71
65 væri f jölþættara. Adam af Brimum jafnar mynd Öðins í Uppsalahofi til Mars. En það, sem sérstaklega bendir til þess, að átt sé við Öðin í frásögnum Jordanesar og Prokopiosar, eru lýsingarnar á sjálfum blótsiðunum, sem eru næstum samhljóða öðrum lýsingum á dýrkun Óðins. Öðinn (Merkúríus) var eini guðinn, sem blíðkaður var með mannblótum samkvæmt vitnisburði Tacitusar. En sérstaklega var þó henging nátengd dýrkun Öðins. 1 Hávamálum segir frá því, er Óðinn hékk „vindga meiði á nætr allar níu,“ og í kenningum skálda er hann nefndur Hangagoð, Hangatýr og Gálgavaldur. Einnig eru til sagn- ir um, að þeir menn, sem blótað var Öðni, væru hengdir á tré.1 I blótlundinum hjá Uppsalahofi héngu skrokkar manna og dýra hlið við hlið. En í því hofi var Óðinn blótaður, en Týr ekki. Auðvitað er ekki víst, að henging fórnardýranna þar hafi verið Óðni til dýrðar, ef sú skoð- un er rétt, að sagnirnar um hengingu Dómalda og Agna konungs geymi minjar um fórnarhengingu við dísablót. En eigi að síður er ljóst, að sagnirnar um mannblót Gauta á 6. öld minna miklu meir á dýrkun Óðins en nokkurs annars guðs. Jordanes segir um þjóðflokkinn Amala, að hann reki ætt sína til Gapts. Þessi Gapt er ókunnur úr öðrum heim- ildum, en gizkað hefur verið á, að nafnið Gapt sé ritvilla fyrir Gautr.2 En Gautur er, eins og kunnugt er, Óðinsheiti. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að goðsögulegir konungar voru oft nefndir eftir landaheitum, svo sem Dan í Danmörku og Nór í Noregi. Eðlilegast er því að hugsa sér, að Gautur hafi upphaflega verið talinn guð- legur ættfaðir Gautakonunga, en síðan hafi hann runnið saman við Óðin á sama hátt og Ing (Yngvi) og Freyr voru gerðir að sömu persónunni. Það er því engin furða, þótt Gautar (eða Gotar) teldu Mars vera fæddan mitt 1 Gautrekssaga, 7. kap. 2 Sjá Wessén I, bls. 18 o. áfr. 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Studia Islandica

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.