Studia Islandica - 01.06.1963, Blaðsíða 78

Studia Islandica - 01.06.1963, Blaðsíða 78
72 til meðal Letta og Kelta. Meðal Germana er slíkri dýrk- un greinilegast lýst hjá Tacitusi1: „Með Naharvölum má enn sjá helgan lund hins forna átrúnaðar. Fyrir hon- um ræður hofgoði í kvenbúningi. Guði þeirra kalla Rómverjar Kastor og Pollux, því að söm er sýsla þessara guða, þótt nafn þeirra sé Alkar (Alci). Engar goða- myndir eru þar né annar vottur erlendrar goðadýrkunar. Samt eru guðir þessir tignaðir sem bræður og unglingar." Reynt hefur verið að finna hliðstæður við dýrkun Dioskura víðar meðal germanskra þjóða, en það verður ekki rakið hér.2 Loks skal þess getið, að lýsing Cæsars á trúarbrögðum Germana, sem áður hefur verið getið, minnir mjög á lýsingu Heródótosar á forntrú Persa: „Þeir blóta sólina, mánann, jörðina, eldinn, vatnið og vindana."3 Báðar þessar frásagnir hafa verið vefengdar með þeim rökum, að aðrar heimildir geti um miklu fjölskrúðugri goða- dýrkun en þeir Heródótos og Cæsar lýsa. En ástæðulaust er samt að efast um, að bæði Persar og Germanar hafi tignað sól, mána og eld. Annars var það ekki markmið þessa rits að ræða líkingu Ásatrúar og annarra arískra trúarbragða og ekki heldur að rekja hinar skarplegu kenningar Dumézils um uppruna germanskrar goðatrúar. Ég hef orðið þeim mun fjölorðari um þær skoðanir hans, sem ég hef leyft mér að gagnrýna. Ekki verður séð af frásögnum um goðadýrkun norrænna manna, að Vanir hafi goldið þess að vera taldir gíslar Ása. Meira að segja voru Freyr og Njörður nefndir á undan hinum almáttka Æsi í eiðstaf Islend- inga. En heiðnir menn á Norðurlöndum vissu engu siður en Ovidius og Sveinbjörn Egilsson, að „römm er sú taug, 1 Tacitus: Germania, 43. kap. 2 Sjá einkum G. Dumézil: La Saga de Haddingus, Paris 1953. 3 Sjá Herodots Historia, översatt av C. Lindskog, Stockholm 1920, I, bls. 66.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.