Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2021, Page 4

Náttúrufræðingurinn - 2021, Page 4
4 Göngumenn njóta nestis og útsýnis í hlíðum Loðmundar í Kerlingarfjöllum. Snjófönnin fyrir miðri mynd er Loðmundarjökull eystri. Ljósm. Anna Dóra Sæþórsdóttir. er vörðuð sú leið að náttúruvernd skuli höfð að leiðarljósi í stjórnskipulagi miðhálendisins. Einn af kostunum við stóran hálendisþjóðgarð er að þá er svæðið ein stór verndar- og skipulags- heild en þannig er hægt að samræma betur landnýtingu á svæðinu og haga uppbyggingu innviða markvissar en ella. Einnig er hægt að stýra umferð ferðamanna í því skyni að hlífa við- kvæmri náttúru og stuðla að jákvæðri upplifun sem flestra af svæðinu. Eins leiðinlegt og það er að þurfa að hlíta reglum, hvað þá inni á öræfunum, eða í „landi frelsisins,“ svo að gripið sé til tungutaks Guðmundar Páls Ólafssonar, (bls. 121) í bók hans Um víðerni Snæfells, þá eru gott skipulag og reglur engu að síður lykilatriði fyrir framtíð þessa ofur- viðkvæma töfraheims. Vissulega er hætta á – og jafnvel lík- legt – að hálendisþjóðgarður auki enn á aðdráttarafl hálendisins fyrir ferða- menn, en með skýru og vel útfærðu skipulagi ætti að vera hægt að nýta kosti þess og forðast gallana. Hálendisþjóð- garður myndi búa yfir þeirri sérstöðu að þar eru bæði óaðgengileg svæði inni á reginöræfum og jafnframt svæði aðgengileg öllum á jöðrum hans. Fyrir marga erlenda ferðamenn eru ferðalög um fámennar sveitir landsins og fram- andi náttúru einstök upplifun og þurfa þeir ekki endilega að fara langt inn á öræfin til að öðlast hana. Sé rétt haldið á spilum gæti hálendisþjóðgarður skapað tækifæri í ferðaþjónustu, ekki síst fyrir byggðir í nágrenni þjóðgarðsins, án þess að gengið sé of nærri þeirri auðlind sem hálendið er. Ef þess er gætt að stýra hálendisþjóðgarði á þann hátt að nátt- úruvernd er ávallt látin ganga fyrir og notkun hans er hagað með sjálfbærni að leiðarljósi ætti að vera hægt að viðhalda töfrum öræfanna um ókomna tíð. Anna Dóra Sæþórsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, stjórnarmaður í Ferðafélagi Íslands, varaformaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs. 1. Reinius, S.W. & Fredman, P. 2007. Protected areas as attractions. Annals of Tourism Research 34(4). 839–854. 2. Rannveig Ólafsdóttir & Runnström, M. 2011. Endalaus víðátta? Mat og kortlagning íslenskra víðerna. Náttúrufræðingurinn 81(2). 57–64. 3. Skipulagsstofnun 2016. Landsskipulagsstefna 2015–2026. Höf., Reykjavík. 4. Oddný Þóra Óladóttir 2020. Erlendir ferðamenn á Íslandi 2019: Lýðfræði, ferðahegðun og viðhorf. Ferðamálastofa, Reykjavík. 68 bls. 5. Birkir Örn Gretarsson, Ingvar Þorsteinsson & Oddný Þóra Óladóttir 2020. Ferðalög Íslendinga 2019 og ferðaáform þeirra 2020. Ferðamálastofa, Reykjavík. 169 bls. 6. Hörður V. Haraldsson & Rannveig Ólafsdóttir 2018. Evolution of tourism in natural destinations and dynamic sustainable thresholds over time. Sustainability 10(12). 4788. 7. Anna Dóra Sæþórsdóttir 2014. Preserving wilderness at an emerging tourist destination. Journal of Management and Sustainability 4(3). 65–78. 8. Þingskjal nr. 461/2020. Frumvarp um hálendisþjóðgarð.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.