Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2021, Qupperneq 4

Náttúrufræðingurinn - 2021, Qupperneq 4
4 Göngumenn njóta nestis og útsýnis í hlíðum Loðmundar í Kerlingarfjöllum. Snjófönnin fyrir miðri mynd er Loðmundarjökull eystri. Ljósm. Anna Dóra Sæþórsdóttir. er vörðuð sú leið að náttúruvernd skuli höfð að leiðarljósi í stjórnskipulagi miðhálendisins. Einn af kostunum við stóran hálendisþjóðgarð er að þá er svæðið ein stór verndar- og skipulags- heild en þannig er hægt að samræma betur landnýtingu á svæðinu og haga uppbyggingu innviða markvissar en ella. Einnig er hægt að stýra umferð ferðamanna í því skyni að hlífa við- kvæmri náttúru og stuðla að jákvæðri upplifun sem flestra af svæðinu. Eins leiðinlegt og það er að þurfa að hlíta reglum, hvað þá inni á öræfunum, eða í „landi frelsisins,“ svo að gripið sé til tungutaks Guðmundar Páls Ólafssonar, (bls. 121) í bók hans Um víðerni Snæfells, þá eru gott skipulag og reglur engu að síður lykilatriði fyrir framtíð þessa ofur- viðkvæma töfraheims. Vissulega er hætta á – og jafnvel lík- legt – að hálendisþjóðgarður auki enn á aðdráttarafl hálendisins fyrir ferða- menn, en með skýru og vel útfærðu skipulagi ætti að vera hægt að nýta kosti þess og forðast gallana. Hálendisþjóð- garður myndi búa yfir þeirri sérstöðu að þar eru bæði óaðgengileg svæði inni á reginöræfum og jafnframt svæði aðgengileg öllum á jöðrum hans. Fyrir marga erlenda ferðamenn eru ferðalög um fámennar sveitir landsins og fram- andi náttúru einstök upplifun og þurfa þeir ekki endilega að fara langt inn á öræfin til að öðlast hana. Sé rétt haldið á spilum gæti hálendisþjóðgarður skapað tækifæri í ferðaþjónustu, ekki síst fyrir byggðir í nágrenni þjóðgarðsins, án þess að gengið sé of nærri þeirri auðlind sem hálendið er. Ef þess er gætt að stýra hálendisþjóðgarði á þann hátt að nátt- úruvernd er ávallt látin ganga fyrir og notkun hans er hagað með sjálfbærni að leiðarljósi ætti að vera hægt að viðhalda töfrum öræfanna um ókomna tíð. Anna Dóra Sæþórsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, stjórnarmaður í Ferðafélagi Íslands, varaformaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs. 1. Reinius, S.W. & Fredman, P. 2007. Protected areas as attractions. Annals of Tourism Research 34(4). 839–854. 2. Rannveig Ólafsdóttir & Runnström, M. 2011. Endalaus víðátta? Mat og kortlagning íslenskra víðerna. Náttúrufræðingurinn 81(2). 57–64. 3. Skipulagsstofnun 2016. Landsskipulagsstefna 2015–2026. Höf., Reykjavík. 4. Oddný Þóra Óladóttir 2020. Erlendir ferðamenn á Íslandi 2019: Lýðfræði, ferðahegðun og viðhorf. Ferðamálastofa, Reykjavík. 68 bls. 5. Birkir Örn Gretarsson, Ingvar Þorsteinsson & Oddný Þóra Óladóttir 2020. Ferðalög Íslendinga 2019 og ferðaáform þeirra 2020. Ferðamálastofa, Reykjavík. 169 bls. 6. Hörður V. Haraldsson & Rannveig Ólafsdóttir 2018. Evolution of tourism in natural destinations and dynamic sustainable thresholds over time. Sustainability 10(12). 4788. 7. Anna Dóra Sæþórsdóttir 2014. Preserving wilderness at an emerging tourist destination. Journal of Management and Sustainability 4(3). 65–78. 8. Þingskjal nr. 461/2020. Frumvarp um hálendisþjóðgarð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.