Náttúrufræðingurinn - 2021, Side 7
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
7
Ritrýnd grein / Peer reviewed
B
re
id
d
ar
g
rá
ð
a
/
L
at
it
u
d
e
Lengdargráða / Longitude
61°
-30° -25° -20° -15° -10° -5°
63°
65°
67°
69°verið góðar og dreifst yfir langt tímabil. Í
krafti fjöldans má því skoða á hvaða leið
merktur hópur fiska er og á hvaða tíma
fiskarnir eru helst á tilteknum svæðum.
Þess ber þó að geta að endurheimtur eru
háðar fiskveiðum og berast því aðeins frá
svæðum þar sem veiðar eru stundaðar.
Rafeindamerki (e. Data Storage Tags,
DSTs) hafa einnig töluvert verið notuð
hér við land. Rafeindamerki safna stöð-
ugt gögnum þar til minni merkjanna
fyllist eða fiskurinn endurheimtist og
mælingin er stöðvuð. Þessi merki mæla
yfirleitt hitastig og þrýsting sem er
umbreytt í dýpi. Hægt er að stilla tíðni
mælinganna og hafa merkin oftast verið
stillt á einnar til tíu mínútna mælitíðni.
Merkin geta mælt tiltölulega lengi, en
það fer eftir mælitíðninni. Við Ísland
hafa verið endurheimt rafeindamerki
með gögnum sem spanna rúm þrjú ár.8
Rafeindamerki eru fyrirferðarmeiri en
slöngumerki og hefur reynst best að
setja þau inn í kviðarhol fisksins. Til
þess þarf að skera lítið gat á kviðinn,
stinga rafeindamerkinu inn og sauma
fyrir. Til að hægt sé að sjá að fiskurinn
er með rafeindamerki er plastslanga
svipuð slöngumerki fest við rafeinda-
merkið og látin standa út úr kviðarhol-
inu. Allir fiskar með rafeindamerki eru
einnig merktir með slöngumerki. Auk
þess að sýna hvar fiskurinn var merktur
og endurheimtur gefa mælingar með
rafeindamerki upplýsingar um atferli
hvers einstaks fisks, þ.e. á hvaða dýpi
og við hvaða hitastig hann heldur sig
frá merkingu þar til hann endurheimt-
ist (ef merkið mælir svo lengi). Út frá
þeim gögnum er til dæmis hægt að
greina atferlisgerð einstaklinga,9 svo
sem atferli á hrygningartíma,10 sjá
hvort einstaklingar ganga til hrygn-
ingar eða sleppa úr ári,11 meta staðsetn-
ingu einstaklinga út frá sjávarföllum8
og margt fleira. Ókostir merkinga með
rafeindamerkjum eru að þær eru vanda-
samar og tímafrekar og því er erfitt að
merkja marga fiska, sem er auðvelt
þegar slöngumerki eru notuð. Einnig
eru merkin mikið dýrari en slöngu-
merki en margfalt meiri upplýsingar frá
hverju merki vega þar á móti.
FAR
Þorskur syndir langa vegalengd milli
hrygningar-, uppeldis- og fæðusvæða.
Far ræðst bæði af erfðum og umhverfi.
Líklegt er að hrygningargöngur ráð-
ist að miklu leyti af erfðum þar sem
hrygning á ákveðnum svæðum og
tíma hafi í gegnum tíðina skilað betri
nýliðun. Á hinn bóginn má telja líklegt
að fæðugöngur ráðist frekar af umhverfi
þar sem fiskar leita í svæði þar sem meiri
fæðu er að finna og forðast svæði þar sem
hitastig er utan kjörhitamarka þeirra.
Hitastig er sá umhverfisþáttur sem
hefur hvað mest áhrif á far og útbreiðslu
þorsks.9,12 Skilyrði í sjónum umhverfis
Ísland ráðast meðal annars af grein úr
hlýjum Norður-Atlantshafsstraumnum
sem berst upp að suðurströnd landsins
og streymir síðan réttsælis meðfram
suður- og vesturströndinni (4. mynd).13
Við hrygginn á Grænlandssundi skiptist
straumurinn í tvo hluta, annar streymir
áfram norður og austur fyrir Horn en
hinn í vesturátt meðfram landgrunns-
brún Austur-Grænlands. Egg og lirfur
berast því frá hrygningarsvæðunum við
3. mynd. Slöngumerki á íslenskum þorski.
Þessi þorskur er tvímerktur með merki sínu
hvorum megin við bakuggana. – A con-
ventional tag on cod. This cod was double
tagged with one tag at each side of the fins.
Ljósm./Photo: Jón Sólmundsson.
4. mynd. Helstu yfirborðs-
straumar umhverfis Ísland.
Rauðar örvar sýna heitan
Atlantssjó, bláar örvar sýna
kaldan pólsjó og grænar
örvar sýna strandstrauminn. –
Main near-surface circulation
around Iceland. Red arrows
show flow of warmer Atlantic
waters, blue arrows the flow of
colder Arctic waters and green
arrows the coastal current.