Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 8

Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 8
Náttúrufræðingurinn 8 Ritrýnd grein / Peer reviewed Suðvesturland norður fyrir land og að einhverju leyti til Grænlands. Úr norðri berst kaldur pólsjór inn á svæðið fyrir norðan land og fer austur með landinu. Sjávarhiti fyrir norðan og austan er því mun lægri en fyrir sunnan og vestan. Styrkur innflæðis Norður-Atlantshafs- straumsins inn á norðursvæðið er mis- mikill en getur sum ár leitt til töluverðrar hitaaukningar, líkt og gerðist árið 2003.14 Slík frávik í sjávarhita geta haft töluverð áhrif á lífríkið. Við merkingu fiska eru skráðar ýmsar upplýsingar, svo sem um lengd fisksins og merkingarstað (tíma, hnit, dýpi). Þegar fiskurinn endurheimtist eru síðan aftur skráðar upplýsingar, um lengd fisksins, þyngd, kyn, kynþroska og aldur ásamt hnitum, dýpi og tíma. Til- gangurinn er að fylgjast með því hvar fiskarnir halda til og hvort þeir leggja í langferðir og þá hvenær. Þegar fiskar eru merktir á hrygningarslóð er meðal annars hægt að fylgjast með því hvert þeir fara í fæðuleit og hvort þeir koma aftur á sömu hrygningarslóð næstu ár. Hugsanlega fást upplýsingar um ferðir á önnur hafsvæði, til dæmis milli Græn- lands og Íslands. Einnig má nota merk- ingar til að meta hve mikill samgangur er milli fiska frá ákveðnum svæðum, svo sem mismunandi hrygningarsvæðum við Ísland. Rannsóknirnar byggjast á því að fiskar eru merktir á ákveðnum svæðum, en til að fá upplýsingar þarf að endurheimta fiskinn. Endurheimtur verða eingöngu fyrir tilstilli fiskveiða. Mismunandi er milli svæða hve mikið endurheimtist og endurheimtur eru meiri þar sem veiðiálag er meira (að því gefnu að fiskurinn gangi inn á svæðið). Það tekur því yfirleitt nokkur ár að fá niðurstöður og er mikilvægt að endur- heimta töluverðan fjölda fiska til að fá mynd af göngumynstri hópsins. Merkingar á þorski hafa verið stund- aðar í Norður-Atlantshafi í rúm 100 ár. Það er tiltölulega auðvelt að merkja þorsk með slöngumerkjum en líkt og flestar aðrar fisktegundir þolir þorskur illa að vera tekinn upp á yfirborð af miklu dýpi. Samantekt á um 500 greinum sem fjalla um far þorsks í Norður Atlantshafi bendir til að flokka megi þorsk í fjóra hópa miðað eftir gönguatferli:15 Staðbundnir þorskar sem halda sig að mestu á tiltölulega litlu og afmörk- uðu svæði (e. sedentary). Gönguþorskar sem fara í árstíða- bundnar göngur á fæðuslóð en koma til hrygningar á sama hrygningar- svæði ár eftir ár (e. accurate homers). Gönguþorskar sem fara í árstíða- bundnar göngur á fæðuslóð en koma til hrygningar á svipuð hrygn- ingarsvæði ár eftir ár (e. inaccurate homers). Þorskar sem sem halda sig á tiltölu- lega stóru svæði en það er tilviljunar- kennt hvar þeir hrygna og hvert þeir fara (e. dispersers). Samkvæmt samantektinni voru flestir þorskhópar staðbundnir (41% af 174 hópum sem skoðaðir voru) og aðrir flokkuðust nær jafnt í hina þrjá hópana. Í samantektinni flokkuðust flestir þorskar hér við land í fyrstu tvo hópana. Þorskar sem yfirgefa hrygningarsvæði geta verið mjög nákvæmir við sókn á sömu hrygn- ingarsvæði að ári, jafnvel þannig að þeir endurheimtast innan við kílómetra frá þeim stað sem þeir hrygndu árið áður.16,17 Fyrstu tveir hóparnir stuðla fremur að aðgreiningu milli hrygningarhópa en hópar 3 og 4 þar sem takmörkuð blöndun er á milli hópa á hrygningarslóð vegna hegðunarmynsturs þeirra. ATFERLI Gögn úr rafeindamerkjum hafa leitt í ljós ólíkt far og atferli hjá þorski við Ísland (5. mynd). Annars vegar er þorskur sem heldur sig grunnt allt árið (grunnfar, e. coastal) og hins vegar þorskur sem fer á meira dýpi á fæðutíma (djúpfar, e. frontal).9 Djúpfarsþorskurinn heldur sig í hitaskilum þar sem norðlægir og suðlægir straumar mætast og stundar mjög lóðrétt far. Grunnfarsþorskurinn heldur sig hins vegar á landgrunninu í fæðuleit, stundar lítið lóðrétt far og fer sjaldan á meira en 200 m dýpi. Djúp- farsþorskar vaxa hægar og verða seinna kynþroska en grunnfarsþorskar og skiptir hitastig sjávar þar miklu máli. Djúpfarsþorskar eru í kaldari sjó þegar þeir eru í fæðuleit9 og geta verið í sjáv- arhita í kringum 0–4°C (5. mynd). Hita- stig sjávar þar sem grunnfarsþorskar halda sig hækkar stöðugt yfir sumar- mánuðina og nær hámarki á haustin. Útlitsmunur er á þessum tveimur atferlisgerðum og skýrist líklega mest af mismunandi aðlögun þeirra að fæðu- öflun.18 Má þar nefna mun á opnun kjaftsins og stað augna. Djúpfars- þorskur hefur stærri kjaft, sem bendir til þess að hann éti stærri og hreyfan- legri bráð en fæða grunnfarsþorsks sé botnlægari.18 Þorskurinn er tækifæris- sinni þegar kemur að fæðu og helsta bráð hans það sem er auðfáanlegt á 1. 2. 3. 4. 5. mynd. Dæmigerðir ferlar hitastigs (rauðir ferlar) og dýpis (svartir ferlar) hjá grunnfars- og djúpfarsþorski. – Typical profiles from DST tags for coastal and frontal cod showing temperature (red) and depth (black). 0 2 4 6 8 10 200 150 100 50 0 H it as ti g (° C ) / T e m p e ra tu re Grunnfar / Coastal Djúpfar / Frontal D ýp i ( m ) / D e p th Maí Júl Sep Nóv Jan Mar Maí Júl Sep Nóv Jan Mar 0 2 4 6 8 10 600 500 400 300 200 100 0
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.