Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2021, Qupperneq 9

Náttúrufræðingurinn - 2021, Qupperneq 9
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 9 Ritrýnd grein / Peer reviewed þeim tíma og því svæði þar sem hann dvelst. Einnig breytist fæðan eftir því sem þorskurinn vex.19–21 Því eru helstu fæðutegundir þorsks mismunandi milli árstíma og svæða. Almennt er loðna aðalfæða þorsks síðla vetrar og fram á vor en á öðrum árstímum eru rækja, ísrækja, ljósáta og ýmsar fisktegundir meðal algengra fæðutegunda.20–24 Ferlar frá rafeindamerkjum sem hafa verið lengur en tvö ár í sjó sýna að þorskar eru á svipuðu dýpi og við svipað hitastig á sama árstíma ár eftir ár. Þeir virðast því ekki breyta um atferli; ef þeir sýna grunnfar eitt ár þá er líklegt að þeir geri það aftur næsta ár.8 Til eru þorskar sem falla ekki inn í þessa tvo hópa (6. mynd).25 Þeir dveljast til dæmis lengur á grunnslóðinni áður en þeir fara á djúpslóð. Einnig virðast djúpfars- þorskar sem hrygna við Norðausturland ekki fara eins djúpt og þeir sem hrygna fyrir suðvestan land, sem bendir til að þeir sæki á önnur fæðuöflunarsvæði. FAR Á ÍSLANDSMIÐUM Þorskur finnst allt í kringum landið og ferðast töluverða vegalengd á Íslands- miðum (7. mynd). Yfirgripsmesta sam- antekt um merkingar þorsks við Íslands er rit Jóns Jónssonar frá árinu 1996.5 Þar gerir hann grein fyrir merkingum tæplega 85 þúsund þorska á næstum 40 ára tímabili (1948–1986). Þar af endurheimtust um 11 þúsund merki eða 13% af merktum þorskum. Mest- megnis var um að ræða kynþroska fisk sem var merktur á hrygningartíma suð- vestanlands, en einnig kynþroska og ókynþroska fisk sem var merktur vítt og breitt umhverfis land að sumarlagi. Niðurstöðurnar gáfu vísbendingar um að kynþroska fiskur dveldist um hríð á hrygningarslóð við Suðvesturland og haldi síðan í ætisgöngu norður á bóginn að lokinni hrygningu, gjarnan réttsælis með viðkomu í Faxaflóa, en einnig voru dæmi um rangsælis göngur norður fyrir land. Merkingartilraunir frá árinu 1991 styðja þessar niðurstöður. Þær sýna einnig að flestar endurheimtur á hrygn- ingartíma eru á hrygningarsvæðunum og utan þeirra á fæðutíma (7. mynd). Meginhrygningarsvæði þorsks er við Suðvesturland3 en þó hrygnir þorskur allt í kringum landið.26,27 Vísbendingar eru um að frá árinu 2007 hafi þorskur farið að hrygna í meira mæli en áður í Breiðafirði og Faxaflóa.28 Ýmsar rann- sóknir benda til þess að við Ísland séu nokkrir aðgreindir hópar þorsks.29–31 Endurheimtur úr merkingum hafa sýnt að kynþroska þorskur er heimakær og fer gjarnan á sömu hrygningarslóð að vori.32 Heimasvæði þessara hópa er lítið yfir hrygningartímann en stækkar eftir hrygningu þegar þeir fara í fæðuleit og nær 95%-heimasvæði þorsks sem hrygnir við Suðvesturland frá Horni suður og austur um að Gerpi (8. mynd). Heimasvæði á hrygningartíma skarast lítið en á fæðuslóð geta blandast saman þorskar frá mismunandi hrygningar- svæðum. Skörunin er þó mismikil milli svæða (8. mynd). Þorskar sem hrygna í Breiðafirði33 og á Austfjörðum16 sýna einnig tryggð við sín hrygningarsvæði. Þeir þorskar hafa því annað farmynstur en þeir sem hrygna við Suðvesturland. Að hrygningu lokinni fer þorskur í fæðuleit en mislangt er frá hrygningar- svæðum að fæðusvæðum. Þorskur sem hrygnir við Suðvesturland fer ýmist í fæðuleit úti af Vesturlandi og Vest- fjörðum eða í austurátt meðfram suður- ströndinni (8. mynd D). Hins vegar fer þorskur sem hrygnir við Suðausturland frekar í austurátt í fæðuleit (8. mynd C). Hrygningarþorskur við Suðausturland er nær alfarið aðskilinn þorski í Breiða- firði (8. mynd A) sem fer nær ekkert suður fyrir Reykjanes. Þetta hegðunar- mynstur veldur því að hóparnir tveir haldast að mestu aðskildir árið um kring. Við það bætist að djúpfarsþorskur fer í fæðuleit í hitaskilin fyrir norð- vestan og austan landið en grunnfars- þorskur heldur sig á grunnslóðinni. Til að mynda sýndu staðsetningar tveggja grunnfarsþorska úr Faxaflóa að þeir héldu sig í Faxaflóa, Breiðafirði og við sunnanverða Vestfirði en fóru hvorki norður né suður fyrir land og ekki af grunnslóðinni.8 Þetta hefur verið hægt 0 2 4 6 8 10 200 150 100 50 0 H it as ti g (° C ) / T e m p e ra tu re Grunnfar / Coastal Djúpfar / Frontal D ýp i ( m ) / D e p th Maí Júl Sep Nóv Jan Mar Maí Júl Sep Nóv Jan Mar 0 2 4 6 8 10 600 500 400 300 200 100 0 H it as ti g (° C ) / T e m p e ra tu re D ýp i ( m ) / D e p th 0 100 200 300 400 500 Janúar Apríl Júlí Október 0 2 4 6 8 10 Janúar Apríl Júlí Október 6. mynd. Ferlar sem sýna meðaldýpi og meðalhitastig sex þorska; blágrænt = dæmigert grunn- far, grænt = dæmigert djúpfar, aðrir litir sýna frávik frá þessum dæmigerðu ferlum. – Mean depth and mean temperature of six cods; bluegreen = typical coastal, green = typical frontal, other colors show deviations from these typical behaviour types.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.