Náttúrufræðingurinn - 2021, Side 17
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
17
Ritrýnd grein / Peer reviewed
Skoruvíkurbjarg N
Rauðinúpur
Skrúður
Hellisey
Súlnasker
Brandur
Geldungur
Eldey
0 50 100 150 200 250 KM
1. mynd. Núverandi súluvarpstöðvar við Ísland. Í Vestmannaeyjum verpa súlur á fimm stöðum, í Brandi, Hellisey, Súlnaskeri og í Litla og Stóra-
Geldungi sem stundum eru taldar ein byggð, Geldungur, enda þétt saman. Varpið í Skoruvíkurbjargi var upphaflega aðeins í Stóra-Karli, frálausum
stakki undir bjarginu, en með stækkandi stofni færðu súlur sig einnig upp í bjargið. – Present-day colonies of Northern Gannets in Iceland. In the
Vestmannaeyjar archipelago there are five sites two of them, Litli- and Stóri-Geldungur, are sometimes counted as one, called Geldungur. The
colony at Skoruvíkurbjarg was originally only on the stack Stóri-Karl, but with expanding population the birds have also colonized the cliff face.
samstarfi við aðrar náttúrustofur, þar á
meðal Náttúrustofu Vestfjarða, sem og
við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á
Snæfellsnesi.16 Náttúrustofa Vestfjarða
hefur jafnframt staðið fyrir talningum
mófugla og vatnafugla. Athuganir á
súlum hafa einungis verið tilfallandi,
sem og skráning ýmissa annarra áhuga-
verðra fugla.
Upplýsingar um súlur komu einnig
frá Böðvari Þórissyni, fyrrverandi
starfsmanni Náttúrustofu Vestfjarða,
og frá landvörðum í Hornstranda-
friðlandi, þeim Vésteini M. Rúnarssyni
og Kristínu Jónasdóttur. Þá voru skoð-
aðar athuganir frá 2018 og 2019 í skýrsl-
um Esterar R. Unnsteinsdóttur sem
hefur fylgst með refum Vulpes lagopus á
Hornströndum undanfarna tvo áratugi
og dvalist vikum saman víða á athug-
unarsvæðinu.17,18 Að endingu voru til-
tækar munnlegar upplýsingar frá Ester
og Charla J. Basran frá sumrinu 2020.
NIÐURSTÖÐUR
Á árunum 2014 og 2016 til 2020 var
súluhreiður vestanvert í Hornvík á
Hornströndum, undir Hælavíkurbjargi.
Sáust súlur ennfremur sitja á hreiður-
staðnum 2013 og 2015. Staðurinn sem
um ræðir er Langikambur (66.449763N,
-22.531435V), fallegur berggangur sem
gengur um 230 m út frá landinu neðan
við Hvannadal við austanvert Hæla-
víkurbjarg (2. mynd). Hér verða
raktar þær athuganir sem liggja fyrir
eftir árum.
Árin 2013–2015
Allra fyrsta tiltæka athugun er frá
4. júlí 2013. Á ljósmynd Guðmundar
Ragnarssonar (varðveitt á Náttúru-
stofu Vestfjarða) situr súla yst á Langa-
kambi nákvæmlega þar sem hreiður
fannst síðar. Árið 2013 var þó ekki ljóst
hvort þarna leyndist súluhreiður.
Árið eftir 2014 ljósmyndaði Böðvar
Þórisson hreiðurmyndun á fyrrnefndum
stað 10. júlí, sbr. 3. mynd. Samt sást súla
sitjandi á staðnum og engin vísbending
var um að hreiðrið væri í notkun, eða
hvort egg hafi verið í því þá eða fyrr um
sumarið. Um vorið, 23. apríl, hafði hins
vegar sést súla á sjónum skammt undan
Langakambi þegar fram fóru svartfugla-
talningar á sjó við Hornstrandir. Böðvar
skráði þessa athugun í ameríska gagna-
grunninn eBird þar sem áhugasamir
geta komið fuglaathugunum sínum á
framfæri. Athugun þessi á súlu er einnig
nefnd í minnisblaði frá þessu ári.19
Meira fréttist ekki af súlum þetta ár
en árið 2015 sýnir ljósmynd Guðmundar
Ragnarssonar (varðveitt á Náttúrustofu
Vestfjarða) súlu á hreiðurstaðnum 9. júlí
þótt ókunnugt hafi verið um hreiður.
Ekki er um að ræða fréttir af súluvarpi
frá sumrinu 2015.