Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2021, Qupperneq 17

Náttúrufræðingurinn - 2021, Qupperneq 17
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 17 Ritrýnd grein / Peer reviewed Skoruvíkurbjarg N Rauðinúpur Skrúður Hellisey Súlnasker Brandur Geldungur Eldey 0 50 100 150 200 250 KM 1. mynd. Núverandi súluvarpstöðvar við Ísland. Í Vestmannaeyjum verpa súlur á fimm stöðum, í Brandi, Hellisey, Súlnaskeri og í Litla og Stóra- Geldungi sem stundum eru taldar ein byggð, Geldungur, enda þétt saman. Varpið í Skoruvíkurbjargi var upphaflega aðeins í Stóra-Karli, frálausum stakki undir bjarginu, en með stækkandi stofni færðu súlur sig einnig upp í bjargið. – Present-day colonies of Northern Gannets in Iceland. In the Vestmannaeyjar archipelago there are five sites two of them, Litli- and Stóri-Geldungur, are sometimes counted as one, called Geldungur. The colony at Skoruvíkurbjarg was originally only on the stack Stóri-Karl, but with expanding population the birds have also colonized the cliff face. samstarfi við aðrar náttúrustofur, þar á meðal Náttúrustofu Vestfjarða, sem og við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi.16 Náttúrustofa Vestfjarða hefur jafnframt staðið fyrir talningum mófugla og vatnafugla. Athuganir á súlum hafa einungis verið tilfallandi, sem og skráning ýmissa annarra áhuga- verðra fugla. Upplýsingar um súlur komu einnig frá Böðvari Þórissyni, fyrrverandi starfsmanni Náttúrustofu Vestfjarða, og frá landvörðum í Hornstranda- friðlandi, þeim Vésteini M. Rúnarssyni og Kristínu Jónasdóttur. Þá voru skoð- aðar athuganir frá 2018 og 2019 í skýrsl- um Esterar R. Unnsteinsdóttur sem hefur fylgst með refum Vulpes lagopus á Hornströndum undanfarna tvo áratugi og dvalist vikum saman víða á athug- unarsvæðinu.17,18 Að endingu voru til- tækar munnlegar upplýsingar frá Ester og Charla J. Basran frá sumrinu 2020. NIÐURSTÖÐUR Á árunum 2014 og 2016 til 2020 var súluhreiður vestanvert í Hornvík á Hornströndum, undir Hælavíkurbjargi. Sáust súlur ennfremur sitja á hreiður- staðnum 2013 og 2015. Staðurinn sem um ræðir er Langikambur (66.449763N, -22.531435V), fallegur berggangur sem gengur um 230 m út frá landinu neðan við Hvannadal við austanvert Hæla- víkurbjarg (2. mynd). Hér verða raktar þær athuganir sem liggja fyrir eftir árum. Árin 2013–2015 Allra fyrsta tiltæka athugun er frá 4. júlí 2013. Á ljósmynd Guðmundar Ragnarssonar (varðveitt á Náttúru- stofu Vestfjarða) situr súla yst á Langa- kambi nákvæmlega þar sem hreiður fannst síðar. Árið 2013 var þó ekki ljóst hvort þarna leyndist súluhreiður. Árið eftir 2014 ljósmyndaði Böðvar Þórisson hreiðurmyndun á fyrrnefndum stað 10. júlí, sbr. 3. mynd. Samt sást súla sitjandi á staðnum og engin vísbending var um að hreiðrið væri í notkun, eða hvort egg hafi verið í því þá eða fyrr um sumarið. Um vorið, 23. apríl, hafði hins vegar sést súla á sjónum skammt undan Langakambi þegar fram fóru svartfugla- talningar á sjó við Hornstrandir. Böðvar skráði þessa athugun í ameríska gagna- grunninn eBird þar sem áhugasamir geta komið fuglaathugunum sínum á framfæri. Athugun þessi á súlu er einnig nefnd í minnisblaði frá þessu ári.19 Meira fréttist ekki af súlum þetta ár en árið 2015 sýnir ljósmynd Guðmundar Ragnarssonar (varðveitt á Náttúrustofu Vestfjarða) súlu á hreiðurstaðnum 9. júlí þótt ókunnugt hafi verið um hreiður. Ekki er um að ræða fréttir af súluvarpi frá sumrinu 2015.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.