Náttúrufræðingurinn - 2021, Page 27
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
27
Ritrýnd grein / Peer reviewed
3. mynd. Björn Gunnlaugsson stærðfræð-
ingur og kortagerðarmaður (1788–1876) með
orðurnar tvær sem hann fékk fyrir störf sín
að landmælingum. Mynd eftir Sigurð málara
1859. – A renowned Icelandic mathematician
and cartographer painted 1859.
2. mynd. Uppdráttur Péturs Péturssonar á Hákonarstöðum af ferðaleiðum norðan Vatnajökuls
1797 og 1833. – A map from 1833 by the farmer Pétur Pétursson of his travel route north of
Vatnajökull 1833 and an earlier trip in 1797. Uppdráttur/Map: Guðmundur Ó. Ingvarsson.
þá ungum stúdent úr Skálholtsskóla.
Í Ferðabók sinni segir Sveinn svo frá í
íslenskri þýðingu:
Leitin að þessum vegi, sem greidd var
af opinberu fé, varð til þess að Fljóts-
dælingurinn Pétur Brynjólfsson, sonur
fjórðungslæknisins austur þar, ungur
maður og röskur, fann alveg nýja og
beina leið, ofar og nær jöklinum, yfir
öræfi þessi að oftnefndu Kiðagili. Ég
á þessum ágæta og efnilega unga
manni að þakka alla þá vitneskju,
sem ég hef fengið um svæðið norðan
Klofajökuls.6
Öðru sinni, árið 1797, fór Pétur þessa
leið ásamt Guttormi Þorsteinssyni
(1774–1848), síðar presti á Hofi í Vopna-
firði. Pétur fórst hins vegar sumarið
eftir með báti á Berufirði. Guttormur
lýsti fyrst löngu síðar, 1832, ferð þeirra
félaga í bréfi til Páls Þórðarsonar Mel-
steðs sýslumanns á Ketilsstöðum.7 Árið
áður hafði verið stofnað svonefnt Fjall-
vegafélag til að taka upp þráðinn um
frekari könnun á ferðaleiðum, meðal
annars norðan Vatnajökuls. Bar það
þann árangur að tveir bændur af Jökul-
dal, Pétur Pétursson á Hákonarstöðum
og Jón Ingimundarson í Klausturseli,
réðust til ferðar síðsumars 1833 „til þess
að leita upp veg frá Jökuldal úr Múla-
sýslu suður á Sprengisandsveg, eða í
Kiðagil fyrir norðan Sprengisand, eptir
sem verkast vildi að komist yrði“.8
Bréfi sýslumanns til amtmanns fylgdi
kort sem Pétur bóndi hafði dregið upp
af leið þeirra og betrumbætt í viðurvist
sýslumanns, ásamt inndreginni ferða-
leið nafna hans Brynjólfssonar og Gutt-
orms Þorsteinssonar sumarið 1797 (2.
mynd). Umgetnu bréfi sýslumanns til
amtmanns fylgdi afrit af ofangreindum
bréfum með leiðarlýsingu og uppdrætti.
Þessar heimildir, bréf og uppdrættir eru
birt í grein minni í tímaritinu Jökli 2014,9
sem og í árbók Ferðafélagsins 2018.10
Sumarið 1839, sex árum eftir ferð
bændanna af Jökuldal, komu gegnum
Vonarskarð úr gagnstæðri átt á aust-
urleið Björn Gunnlaugsson mælinga-
meistari (3. mynd) og með honum Sig-
urður Gunnarsson, þá 27 ára, nýstúdent
úr Bessastaðaskóla. Þetta var fyrsta ferð
manna sem vitað er um gegnum skarðið
frá því að Gnúpa-Bárður fór um með
búslóð og föruneyti á suðurleið, sem frá
segir í Landnámu. Eftir næturhvíld við
Valafell norðarlega í Vonarskarði riðu
þeir í einstöku blíðviðri upp eftir Rjúpna-
brekkujökli og hátt upp í norðanverða
Bárðarbungu (4. mynd): „... þangað sem
við komum á víða sjónarhæð, þaðan sem
bezt var að líta yfir landið norðvestur,
norður og austur.“11 Bjó Sigurður alla
ævi að þeirri upplifun. Þaðan héldu þeir
austur eftir Dyngjujökli, niður af honum
vestan Kistufells (5. mynd) og riðu
áfram austur Jökulsáraura (Flæður) og í
Hvannalindir á leið sinni austur á Jökul-
dal. „Úr Illugaveri og hingað er hjer um
bil hálf fjórða þingmannaleið, og hvergi
grasstrá á þeim vegi,“ segir Sigurður í
grein sinni Vatnajökulsvegur, sem birtist
í Þjóðólfi 1852.12 Fyrir Björn Gunnlaugs-
son, sem vann um þetta leyti hörðum
höndum að því að ljúka mælingum vegna
heildaruppdráttar af öllu landinu, nýtt-
ust vel mælingar og athuganir úr þessari
ferð. Taldi hann að þessa leið mætti fara
„með lest á 7 dögum frá Reykjavík austur
að bænum Brú á Jökulsdal ...“.13 Inn á
uppdrátt hans af suðausturhluta lands-
ins er dreginn Vatnajökulsvegur gegnum
Vonarskarð (6. mynd).
Ári síðar, í byrjun júlímánaðar
1840, voru fjórir menn á austurleið úr
Holtum um Þjórsárver og héldu þaðan
þvert austur yfir Sprengisand og áfram
norðan Vatnajökuls til Jökuldals. Frum-
kvöðull leiðangursins var danskur fjöl-
fræðingur, Jørgen Christian Schythe