Náttúrufræðingurinn - 2021, Qupperneq 28
Náttúrufræðingurinn
28
Ritrýnd grein / Peer reviewed
(1814–1877), sem kom öðru sinni
hingað til lands 1846 til að gera úttekt
á Heklugosi frá árinu áður. Hann réð
Sigurð Gunnarsson (7. mynd) sem leið-
sögumann ásamt með tveimur öðrum
Íslendingum til aðstoðar. Ekki veitti af,
þar eð þetta var mikill leiðangur með
ekki færri en 17 hesta, 7 til reiðar og
10 áburðarklára, nesti til þriggja vikna
og 250 pund af ilmandi töðu.14 Könnuð
skyldi að hluta til ný leið um Arnarfell
við upptakakvíslar Þjórsár. Reyndist
hún erfið sökum ótræðismýra og sand-
bleytu. Framan af fengu þeir þokkalegt
veður en síðan fádæma hart norðaná-
hlaup. Reyndist ferð þessi áður lauk og
þeir náðu í Brú á Jökuldal ein mesta
þrekraun sem um getur í óbyggðum að
sumarlagi.15 Frásagnir af henni urðu
eflaust til að draga úr áhuga manna á
Vatnajökulsvegi. Var sá þráður ekki
upp tekinn fyrr en löngu síðar og þá í
smækkaðri mynd þegar Gæsavatnaleið
yfir Dyngjuháls og Urðarháls áleiðis í
Dreka varð fær jeppum.
GRÍMSVÖTN, HEITI ÞEIRRA OG
LEGA ÞEKKT FRÁ MIÐÖLDUM
Við víkjum nú frá hugmyndum manna
um Vatnajökulsveg og beinum sjónum
að Grímsvötnum, þeim stað sem oftast
hefur minnt á sig í Vatnajökli frá því um
1300 að minnsta kosti og er að líkindum
nafngjafi hans (8. mynd). Fullvíst má
telja að á miðöldum hafi menn komið að
Grímsvatnalægðinni, ef til vill í kjölfar
eldsumbrota, og séð þar auð vötn og vakir
sem ráðið hafi nafngiftinni að hluta til.
Sennilega var þar maður að nafni Grímur
á ferð, en það er á huldu og bætir þjóð-
sagan um Vestfjarða-Grím þar litlu við.
Önnur kenning langsóttari er að lýsingar-
orðið grímur, í merkingunni dökkur, vísi
á hamraveggi Grímsfjalls horft norðan
að.16 Sennilega var styttri leið þangað á
jökli í árdaga áður en skriðjöklar gengu
fram að ráði. Ýtarlegasta yfirlit um sögu
Grímsvatna og nafngift er að finna í riti
Sigurðar Þórarinssonar, Vötnin stríð,17
sem hann tók saman í aðdraganda vegar
og brúa yfir Skeiðarársand.
Grímsvötn ber alloft á góma frá því
um 1600, og þá sem eldstöð í Vatna-
jökli.4 Í latínubréfi Ólafs Einarssonar
heyrara í Skálholti, síðar prests í
Kirkjubæ á Héraði, sem talið er frá
1598–1600 er kynnt til sögu „sú ákaflega
og að því er náttúrufróðir menn tjá oss
hreint út sagt yfirnáttúrulega elds upp-
koma, sem úr stöðuvötnum þeim, er á
voru máli kallast Grímsvötn, þeytti upp,
hærra hæstu fjöllum og með ógurlegum
krafti og brestum, ógrynnum af brunnum
vikri og sandi ...“17 Þetta mun vera fyrsta
þekkta heimildin um Grímsvatnanafnið
en síðan kemur það ítrekað fyrir í ritum
17. aldar, meðal annars í annálsbroti hjá
Gísla Oddssyni sem hefur það árið 1629
eftir Brandi Péturssyni Mýrdælingi, hér
í íslnskri þýðingu, „að í austurfjöllum
við Grímsvötn hafi brotizt upp eldur með
eimyrju, vikri og brunagrjóti, vatnsflóð
flætt yfir Breiðamerkursand og Skeiðar-
ársand (meira en fimm stórar rastir) og
svipt skepnur haga.“ Ef eins og um Jök-
ulsá áður er átt við rómverskar mílur
4. mynd. Í Vonarskarði við Köldukvíslarjökul vestan undir Bárðarbungu. Leiðin upp á „Sjón-
arhæð“. Til vinstri norðan við jökulinn eru þrjú Bálkafell. Kistu (1667 m) ber við loft efst í hægra
horni og handan hennar sést í Rjúpnabrekkujökul. Í fjarska sjást Dyngjufjöll og tindur Herðu-
breiðar. – In Vonarskarð at Köldukvíslarjökull looking north. The western slope of Bárðarbunga
showing the route up to the wiewpoint „Sjónarhæð“. Far in the distance are the Dyngjufjöll
mountains. Ljósm./Photo: Hjörleifur Guttormsson, 9. ágúst 2010.
5. mynd. Uppdráttur sem sýnir líklega leið Björns og Sigurðar 1839 upp í norðanverða Bárðar-
bungu og þaðan niður hjá Kistufelli. – A map showing likely route of Björn and Sigurður 1839
high up on Bárðarbunga and northeast to Kistufell. Uppdráttur/Map: Guðmundur Ó. Ingvarsson.