Náttúrufræðingurinn - 2021, Qupperneq 30
Náttúrufræðingurinn
30
Ritrýnd grein / Peer reviewed
Tvö hundruð fjár fórust í þessu hlaupi
og fjórtán hestar. Enn fremur fórust
fjórir bátar og tvær ferjur.19
Ljóst er að Resen hefur haft aðgang að
ýmsum íslenskum heimildum.
Fitjaannáll getur þessa sama eldgoss við
árið 1685 með svofelldum orðum:
Um veturinn var eldur uppi í austur-
jöklum eður Grímsvötnum. Kom
mikið jökulhlaup í Skeiðará og Jök-
ulsá í Axarfirði. Týndist í því einn
maður og undir 2 hundruð fjár frá
Skinnastöðum.20
Í Íslandslýsingu Þorláks Markússonar
lögréttumanns (um 1682–1736) sem
lengst af bjó á Sjávarborg í Skagafirði,
talinn „lögvitur, fróðleiksmaður og
heppinn læknir,“21 segir meðal annars
þar sem fjallað er um Skeiðarárjökul og
hlaup úr honum:
Í sama jökli eður ísbjargi sjá menn
stundum eld upp koma, 6–7 eður
8 aðskilda eldsloga, líka sem úr
Heklufjalli, og vita menn ekki, hvað
þar kann vera til að brenna, annað en
ís og vatn. Ekki mjög langt, sem vera
kann 6 eður 7 mílur, frá þessum jökli,
upp betur og sunnar á landinu, eru
vötn, sem Grímsvötn heita. Upp úr
þeim vötnum hafa menn séð í einu 15
aðgreinda loga brenna; hver orsök nú
kann vera til svoddan, vita menn ekki
af að segja, nema megi það orsak-
ast af ofmiklum brennisteini djúpt í
jörðunni, því þá menn ríða hjá þessum
jöklum, er þar svo sterk brenni-
steinslykt, sem hún kann nokkurntíma
að verða.22
Enn er að geta ummæla Eggerts og
Bjarna í Ferðabók frá 1772. Í frásögn
þeirra af Skeiðarárjökli kemur fram að
hann hafi fyrst orðið til á 14. öld. Í þeirra
tíð töldu menn hann aðgreindan frá
Klofajökli. En um Grímsvötn hafa þeir
þessa athyglisverðu lýsingu (þýð. Stein-
dór Steindórsson):
Grímsvötn heita stöðuvötn uppi á
hálendinu í norðvestur frá Skeiðarár-
jökli. Þau standa í sambandi við hann,
þannig að þegar hann gýs eldi, þá
brennur einnig í Grímsvötnum. Spúa
þau ösku og eldi, og stendur eldstólp-
inn upp úr vatninu. Slokknar hann
ekki af því, heldur virðist hann brenna
miklu greiðlegar en án vatns.23
Ekki verður gengið fram hjá Fjalla-
Eyvindi (1714 – til um 1780). Fáir ef
nokkur hafa skilið eftir sig spor jafn
víða í óbyggðum Íslands, þar á meðal
norðan Vatnajökuls, en ýmsir eigna
honum og Höllu bæjarstæðið í Hvanna-
lindum. Ekki fór Eyvindur í grafgötur
um hvar Grímsvötn væri að finna í
jöklinum suður af og ekki ólíklegt að
hann hafi skroppið á jökul og séð til
9. mynd. Frá Grímsvatnagosi 1998. – Eruption in Grímsvötn 1998. Ljósm./Photo: Oddur Sigurðsson.