Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2021, Qupperneq 31

Náttúrufræðingurinn - 2021, Qupperneq 31
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 31 Ritrýnd grein / Peer reviewed þeirra eigin augum. Í skýrslu Einars Brynjólfssonar, sem sótti þau Eyvind og Höllu í Eyvindarkofaver 1772 og fór með þau norður í Reykjahlíð, segir meðal annars: „Við … tókum stefnuna á sandfell lítið í norðaustri, sem kallast Fjórðungsalda, hvar við sáum jökul- inn [Tungnafellsjökul] á hægri hönd og bak við hann annan, þar sem þjófurinn sagði Grímsvötnin liggja.“24 Þetta stenst nærri upp á hár, ef dregin er lína eftir þessum kennileitum frá sunnanverðri Fjórðungsöldu. Hér hafa verið valdar úr nokkrar af mörgum tilvísunum sem finna má um Grímsvötn nálægt raunverulegum stað þeirra í Vatnajökli. Fyrir ritun Íslandslýsingar Resens hafði nafnið Grímsvatnajökull hvergi komið fram í heimildum svo vitað sé og það er fyrst í Jöklariti Sveins Pálssonar 1794 og á uppdrætti hans að heitið Vatnajökull er nefnt sem samheiti fyrir Klofajökul. „INNLENDIR MENN EIGA AÐ KANNA LANDIÐ OKKAR ...“! Sigurður Gunnarsson á Hallormsstað (1812–1878), sem áður getur, ættaður úr Þingeyjarsýslu, sagði í ritgerð í Norðan- fara 1876, ári eftir Dyngjufjallagosið 1875, af tilefni skrifa Williams Lords Watts um Vatnajökul: 11 Það er leiðinlegt til þess að hugsa, að útlendingar, ramm-ókunnugir, skuli verða fyrri til að kanna jöklana okkar og umbrot náttúrunnar í óbyggð- unum, heldur en vorir menn kunnugir. Svo skýra þessir ókunnugu menn ranglega frá mörgu, eins og sumt er í skýrslu herra Wats, og eins má telja Vatnajökul algjörlega ókannaðan fyrir hans ferð í dymmviðrum – og þá geta eigi heldur orðið hendandi reiður á lýsingu slíkra manna um óbyggðir okkar lands, sem þeir fara aðeins einu sinni yfir og þekktu eigi grand til áður. Að minnsta kosti þurfum við að skoða sjálfir það sama og þeir lýsa, til þess að vita hvað rjett er. / Innlendir menn eiga að kanna landið okkar eptir reglum, sem þeim væri settar, og á að veita fje til þess. Kunnugustu byggða- menn geta vísað á haga og stöðvar þaðan sem jökla- og óbyggða skoð- endum okkar væri bezt að fara sínar rannsóknaferðir. Meðal þeirra þurfa að vera menn, sem jarðfróðir eru og mælt geta hæðir og fleira. / Vatnajök- ull, þessi mikli jökulfjallaklasi, hafði gosið eldi samfleitt 9 til 11 ár á undan umbrotunum í fyrra [1875] norðan við hann. / Hver veit um þær eldgosa- stöðvar? Hver hefir skoðað Gríms- vötn og hveri þá, sem þar vella alla tíð? [sjá 10. mynd]. Engir komust nær því á 19. öld en einmitt Sigurður Gunnarsson og Björn Gunnlaugsson að kynnast Bárðarbungu af eigin raun í för sinni á hestum um Vonarskarð og hátt upp eftir norðan- 10. mynd. Jarðhiti í Grímsvötnum við Svíahnjúk eystri. Skálar Jöklarannsóknafélags Íslands í baksýn. – Geothermal activity in Grímsvötn at Svíahnjúkur eystri. Above the huts of Iceland Glaciological Society. – Ljósm./Photo: Oddur Sigurðsson 7. júní 1999.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.