Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2021, Qupperneq 33

Náttúrufræðingurinn - 2021, Qupperneq 33
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 33 Ritrýnd grein / Peer reviewed Eyfirðingar og Þingeyingar sem kusu að fara þessa leið hafa þá að líkindum haldið frá Möðrudal inn undir Vatna- jökul, síðan austur með jökli innan við Snæfell og um innanverð Hraun áleiðis niður í Lón. Svo virðist sem á 18. og 19. öld hafi dregið úr ferðum austan Vatna- jökuls til sjóróðra í Hornafirði eða tekið að mestu fyrir þær. Gæti það tengst framgangi Lambatungnajökuls sem lokaði leiðum úr Skyndidal suður í Hof- fellsdal, sem áður höfðu verið farnar á hestum í framhaldi af Kjarrdalsheiði. Á fyrri hluta 19. aldar var stofnað til búsetu í Eskifelli og í Víðidal inn af Lóni og í Víðidal var síðan búið samfellt í 14 ár, 1883–1897.29 Í riti sínu um Íslenzka sjávarhætti segir Lúðvík Kristjánsson: Verstaða var á nokkrum bæjum í Austur-Skaftafellssýslu. Frá Hvalnesi reru einkum menn frá bæjum austan Jökulsár í Lóni. Flestir fóru sjómenn þessir heiman og heim daglega en þeir sem lengst voru að komnir fengu að liggja við meðan stóð á róðrum. Ef til vill hefur einhvern tíma verið útverskorn á Hvalnesi, en til þess gæti örnefnið Skálahvammur á Hval- nestanganum bent. Fyrir austan hann er Örlygshöfn, en þar kynni að hafa verið uppsátur. En aðaluppsátrið á Hvalnesi var í Hvalneskrók. Bátar þeir, 13. mynd. Norðlingavað á Jökulsá í Lóni. – Norðlingavað, a river crossing on Jökulsá in Lón. Ljósm./Photo: Hjörleifur Guttormsson 1975. sem reru úr Papósi, höfðu uppsátur í Þorgeirsstaðaklifum, en þau eru innst í Papafirði [sjá 14. mynd]. Áhafnir þeirra voru bændur úr nágrenninu og aðkomumenn, sem fengu inni á næstu bæjum við sjóinn, meðan veiðum var sinnt, en héldu heim þess á milli. Sjávargata var þarna býsna löng hjá sumum og yfir Jökulsá að fara, því að í Papaósi voru m.a. fiskimenn innan úr Víðidal. – Frá Hafnartanga við Vestra-Horn reru allmargir bátar á 17. öld. Þar voru verbúðir og í þeim búið fram yfir síðustu aldamót [1900], enda sumar reistar um það leyti, og komu þá vermenn þangað gangandi alla leið frá Norðfirði. Auk aðkomu- manna voru það einkum Nesjamenn, sem reru frá Hafnartanga, en þangað var þriggja tíma reið frá innstu bæjum í Nesjum.30 Á Mýrum var róið frá Skinneyjarhöfða og var uppsátrið á Höfðasandi í Skinn- eyjarvík, litlum vogi austan við höfð- ann (15. mynd). Stundum voru við veiðar þaðan átta bátar sem bændur á Mýrum áttu.31 Engar verbúðir voru í Skinneyjarhöfða, en þar var jöfnum höndum heimver og viðleguver. Ekki fer sögum af manntjóni þar í lendingu en á krossmessu vorið 1843 lentu þar sjö bátar sem róið höfðu frá Höfðasandi í norðan ofsaveðri og hrakti til hafs og vestur með ströndinni í allt að fjögur dægur. Fórust fjórtán menn, allir frá bæjum á Mýrum, nema einn úr Suður- sveit. Einum báti hvolfdi og fórust með honum sjö menn en hinir sjö létust af kulda og vosbúð. Þórbergur Þórðarson safnaði heimildum og ritaði ítarlega um þennan hörmulega atburð.32,33 FRAMLAG ÚTLENDINGA TIL FERÐA OG RANNSÓKNA Hér hefur verið dvalist við ferðir Íslendinga umhverfis og yfir Vatna- jökul forðum tíð. Þær tengdust lífsbar- áttu fyrri alda, fyrst og fremst útræði og öflun sjávarfangs. Af allt öðrum toga var sá áhugi sem vaknaði á ferðum um hálendi Íslands á 19. og 20. öld, ekki síst í tengslum við Vatnajökul. Til er afar glöggt yfirlit um þetta efni eftir Jón E. Ísdal skipasmið (f. 1936) og ber það heitið Ferðir um Vatnajökul. Jón fylgdist um langt árabil manna best með málefnum Jöklarannsóknafélags Íslands og sat í stjórn þess.34 Grein hans birtist í tímaritinu Jökli 1998 og er þar getið um á annað hundrað ferða nafn- greindra innlendra og erlendra manna á Vatnajökul allt fram að fyrstu „vorferð“ Jöklarannsóknafélagsins 1953. Ásamt Jóni sem greinarhöfundi átti Flosi Björnsson á Kvískerjum drjúgan þátt í þessari skrá, meðal annars með upp- lýsingum um fjölda ferða á Öræfajökul
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.