Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2021, Side 44

Náttúrufræðingurinn - 2021, Side 44
Náttúrufræðingurinn 44 4. mynd. Upptakasvæði skriðunnar séð með flygildi um viku eftir skriðufallið. Brotstálið er farið að falla saman og greinilegir samfrosnir sethnullungar sitja í skriðunni og við upptök hennar. Ljósm.: Náttúrufræðistofnun Íslands, 13. október 2020. nefndir frostbrestir, eru vel þekktir bæði í jarðvegi, ís og snjó sem brestur skyndi- lega. Hvers vegna setbunkinn sprakk fram á þessari stundu, það er meðal annars viðfangsefni jarðvísindamanna næstu misserin. Áþekk tilfelli eru einnig viðfangsefni jarðvísindamanna í Ölp- unum, í Noregi og víðar. Slík skriðuföll virðast raunar vaxandi ógn sem steðjar að vegna hlýnandi loftslags og áhrifa þess á sífrera í fjalllendi.1,2,3,4 Neðan til í skriðunni var talsverður hluti efnisins jarðvegur og mór með stöku birkilurkum sem voru allt að 10 cm þykkir. Vatnsmettuð jarðvegseðja var áberandi næst jöðrum skriðunnar en skriðuset af öllum kornastærðum meira áberandi miðsvæðis í skriðuflákanum ofan bæjanna. Þetta þykir samræmast lýsingum Birgis á gusuganginum þegar skriðan kom niður í grónar og jarðvegs- huldar fjallsræturnar og á undirlendið. Frá undanförnum árum eru nokkur dæmi um skriðuföll þar sem frosið set hefur borist niður á láglendi ofan úr setbunkum hátt í fjöllum, svo sem í Árnestindi á Ströndum, Móafells- hyrnu í Fljótum og Torfufelli í Eyja- firði.5 Rannsóknir á sífrera í fjöllum Tröllaskaga benda til að ofan 800 m hæðar sé sífreri talsvert útbreiddur og koma þessi skriðuföll vel heim og saman við það.6,7 Segja má að á undan- förnum áratug hafi sjónir vísinda- manna sem stunda rannsóknir á skriðu- föllum æ meira beinst að mögulegu samhengi milli stórra skriðufalla og þiðnandi sífrera í fjalllendi af völdum hlýnandi loftslags. Nú þegar er unnið að nánari kort- lagningu og undirbúningi frekari rann- sókna á skriðunni við Gilsá og er ætlunin að afla frekari gagna á komandi sumri, með það að markmiði meðal annars að skilja betur orsök og eðli skriðunnar, ásamt því að efla almenna þekkingu um stór skriðuföll og ekki síst um mögulegt samhengi þeirra við breytingar á sífrera í fjalllendi landsins.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.