Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 49

Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 49
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 49 Ritrýnd grein / Peer reviewed gæs (Chen rossii) væru smitberar P. multocida. Niðurstöður mótefnamæl- inga bentu til að 3% snjógæsa og 6% mjallgæsa hefðu lifað af nýlegar fugla- kólerusýkingar.8 Algengi smitbera í báðum gæsategundum reyndist vera 2%; hjá snjógæs var algengi smitbera 2% í gæsum tveggja vetra og eldri, samanborið við 0% í gæsum á 1. vetri.8 Bakterían fannst því í lifandi fuglum sem virtust vera heilbrigðir. Sermis- prófin sýndu að langvinn sjúkdóms- dreifing og smit eiga sér stað árið um kring í þessum stóru gæsahópum. Höfundar töldu þessar niðurstöður staðfesta að villtir fuglar væru smit- berar fuglakóleru og gætu þar með verið uppspretta nýrra smita. Hafa ber í huga að þótt aðeins 3–6% hvít- gæsa beri P. multocida var stofnstærð þeirra metin 14 milljónir einstaklinga 2019.8,18 Smitberar eru því nokkur þús- und í hópum sem í eru tugir til hundr- uð þúsunda einstaklinga og eru oft þéttir og hreyfanlegir. Snjógæsir verða seint tengdar við félagsfælni og fáeinir smitberar geta auðveldlega dreift smiti í mörg þúsund einstaklinga á stuttum tíma, sérstaklega þegar stórir hópar blandast á afmörkuðum svæðum. Varðveitist bakterían í umhverfinu? Sýkingar og dauðsföll af völdum P. multocida eru bundin við ákveðin svæði og endurtaka sig þar nokkuð árvisst. Því hafa menn ekki útilokað hlutverk umhverfisins sem smitleiðar.9,19 Í heim- ildum segir oft að P. multocida geti „lifað í menguðu umhverfi“,17,20 þannig til dæmis að bakterían hafi borist í fersk- vatn frá vökva út um nasir fugla eða got- rauf. Í kjölfarið geti heilbrigðir fuglar smitast með því að drekka vatnið eða anda að sér vatnsúða. Atgangur við flug- tak og lendingu stórra fuglahópa gæti líka valdið slíku úðasmiti. Bakterían hefur verið talin lifa á þrennan máta í umhverfi: a) í ferskvatni í tjörnum, þar sem hún lifir í að minnsta kosti 3 vikur eftir að sýkt hræ hafa verið fjarlægð, b) í jarðvegi, þar sem bakterían lifir í allt að 4 mánuði, og c) í rotnandi fuglshræjum þar sem bakterían lifir í að minnsta kosti 3 mánuði.7 Ýmis úrræði hafa verið reynd til að sótthreinsa jarðveg en með misjöfnum árangri og ýmsum hliðarverkunum.21 Hversu lengi lifir bakterían í umhverfinu? Lengi var ekki staðfest að bakterían varðveittist í vatni og votlendi.19 Í ljósi þess að oft veikjast margir fuglar snögg- lega var þó álitið að smitið næði til margra einstaklinga samtímis, svo sem með kólerumenguðu vatni á smitstað.12 Því reyndu vísindamenn að einangra P. multocida frá þekktum smitstöðum far- fugla víðs vegar um Bandaríkin. Mark- miðið var að ákvarða hvort set eða vatn á votlendissvæðum sem farfuglar nýta vor og haust næði að varðveita bakt- eríuna í lengri tíma og hvort árvissar sjúkdómshrinur í farfuglum mætti rekja til þess hve lengi bakterían varðveitist í jarðvegi eða vatni.19,20,22,23 Samuel o.fl.19 söfnuðu haustin 1995– 1998 set- og vatnssýnum frá 44 vot- lendissvæðum þar sem sjúkdómshrinur með minnst 100 dauðum fuglum höfðu brotist út veturinn eða vorið áður. Reynt var að einangra P. multocida frá 10 stöðum innan hvers votlendissvæðis en bakterían fannst ekki í einu einasta af 440 sýnum. Til samanburðar einangr- uðu rannsakendurnir P. multocida aftur frá 20 af 44 upprunalegu votlendis- svæðunum að vetri til, skömmu eftir dauðsföll fugla í sjúkdómshrinum. Þótt skammt væri liðið frá sjúkdómshrinum í seinni sýnatökunni tókst aðeins að einangra P. multocida í 7% vatnssýna og 4,5% setsýna. Höfundar ályktuðu því að P. multocida geti ekki þrifist eða varð- veist í votlendi. Blanchong o.fl.20 söfnuðu set- og vatnssýnum í 13 vikur úr 23 votlendis- svæðum eftir að fuglakólera hafði geisað. P. multocida fannst á 6 stöðum strax eftir sjúkdómshrinu en aldrei í sýnum sem safnað hafði verið 7 vikum eða síðar eftir sjúkdómshrinu. Því var ályktað að ekki væri líklegt að bakter- ían þrifist lengi í votlendi að loknum sjúkdómshrinum. Tengist bakterían næringar- ástandi vatns? Lehr o.fl.23 tóku vatns- og setsýni 1997 og 1998 og leituðu að P. multocida á tíu þekktum smitstöðum í Sacramento- dalnum í Kaliforníu. Sjúkdómshrinur urðu á tveimur af tíu stöðum fyrri vetur- inn (1997) en P. multocida fannst hvergi í 390 set- eða vatnssýnum. Engar sjúk- dómshrinur urðu seinni veturinn (1998) en þá fannst bakterían á sex sýnatöku- stöðum af tíu. Sýrustig (pH-gildi) mæld- ist hærra þar sem sjúkdómshrinur urðu 1997 og styrkur áljóna var meiri þar sem P. multocida fannst 1998. Höfundarnir ályktuðu að engin marktæk tengsl væru milli næringarástands votlendis og sjúk- dómshrina eða tilvistar P. multocida á sýnatökustað. Blanchong o.fl.22 báru saman efna- innihald í vatni milli votlendissvæða þar sem sjúkdómshrinur urðu við ómenguð samanburðarsvæði en fundu engin tengsl milli efnainnihalds vatnsins og sjúkdómshrinanna. Þegar aðeins voru skoðuð svæðin þar sem sjúkdómshrinur höfðu orðið fannst hins vegar jákvætt samband milli algengis bakteríunnar og styrks jónanna kalíums, nítrats, fosfórs og fosfats í vatns- og setsýnum. Með öðrum orðum virtist bakterían þrífast betur í næringarríku ferskvatni en nær- ingarsnauðu. Slík skilyrði á votlendis- svæðum hafa ekki sérlega sterk tengsl við hættu á sjúkdómshrinu en tengjast þó algengi bakteríunnar og mögulega því hversu alvarlegar sjúkdómshrinur geta orðið. Fuglar eða umhverfi? Þrátt fyrir þessar viðamiklu rannsóknir á P. multocida í vatnssýnum eru menn ekki tilbúnir að útiloka kólerumengað umhverfi sem þátt í varðveislu bakt- eríunnar eða fullyrða að lifandi fuglar sem bera smit séu skaðlegri en til- eknir umhverfisþættir.9 Þegar fram- angreindar niðurstöður eru dregnar saman reyndist lítið um P. multocida í vatnssýnunum, bakterían lifir bara í 7 vikur samkvæmt endurteknum sýna- tökum á sama stað eftir sjúkdóms- hrinur og bakterían virðist þrífast til- tölulega vel við næringarauðug skilyrði í vatni. Spurningin er því opin: Stafa fjöldadauðsföll eða sjúkdómshrinur af bakteríum sem fuglar bera inn á til- tekið svæði eða af því að bakterían lifir þar í tjörnum eða jarðvegi? Fyrirliggj- andi upplýsingar benda til mikilvægis ákveðinna fuglategunda, einkum and- fugla, við varðveislu bakteríunnar, og að þeir beri hana víða og í aðrar fugla- tegundir. Hins vegar virðast votlendis- svæði þar sem sjúkdómshrinur eru algengar einnig gegna mikilvægu hlut- verki, þótt bakterían varðveitist þar ekki nema nokkrar vikur í senn.9
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.