Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 58

Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 58
Náttúrufræðingurinn 58 Júní / June Júlí / July Ágúst / August Sept. / Sept. Okt. / Oct. N=9 N=71 N=156 N=55 N=353 Júní / June Júlí / July Ágúst / August Sept. / Sept. Okt. / Oct. N=5 N=49 N=97 N=51 N=340 % k ve n flu g u r / % f e m a le fl ie s % k ve n flu g n a m eð f an g i / % f e m a le g ra vi d 100 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 50 40 30 20 10 0 2. mynd. A. Kvenfluga snípuluddu með nær fullþroska lirfu innvortis, samanber svörtu nabbana sem sjást í gegnum húð á aftur- bol. Á neðra borði vængja sjást fimm eggja- þyrpingar Promyialges pari-mítla (örvar). B. Nýgotin púpa snípuluddu fundin í fjaðurham rjúpu (Lagopus muta). – A. Female Ornit- homya chloropus carrying an almost mature larva as seen by two dark knobs close to the surface of the lower abdomen. Five clusters of Promyialges pari eggs are located under the wings (arrows). B. Newly deposited O. chloropus pupa obtained from the plumage of Rock Ptarmigan Lagopus muta. Ljósm./ Photo: Svavar Ö. Guðmundsson (A); Karl Skírnisson (B). Tölfræði Smittíðni var mæld sem hlutfall sýktra einstaklinga í úrtaki og meðalsmitmagn sem meðalfjöldi sníkjudýra á sýktan einstakling. Við notuðum forritið QP til að reikna smittíðni og meðalsmitmagn fyrir kláðamítla.24 Öryggismörk fyrir smithlutfall og hlutfall vanfærra kven- flugna var fundið með aðferð Sterns, fyrir kynjahlutföll með aðferð Blakers, og fyrir meðalsmitmagn með Bootstrap- -aðferðinni. Við notuðum forritið einnig til að bera saman fyrir kláðamítilinn M. borealis annars vegar mun á smittíðni á milli tímabila með Fisher’s exact-prófi og hins vegar mun á meðalsmitmagni á milli tímabila með Bootstrap t-prófi. NIÐURSTÖÐUR Snípuludda Allar lúsflugur í rannsókninni voru greindar sem snípuluddur, O. chloropus. Fyrsta snípuluddan veiddist 16. júní og sú síðasta 11. október. Miðað við þetta eru snípuluddur á kreiki í að minnsta kosti fjóra mánuði á ári. Hlutfall kvenflugna var 55,6–69,0% í júní til ágúst. Í september og október var það mun hærra eða 92,7% og 96,3% (3. mynd). Engar snípuluddur komnar að goti fundust í júní og júlí. Það var ekki fyrr en 2. ágúst að fyrsta kven- flugan með þroskaða lirfu fannst. Í sýnum frá ágúst voru 21,6% kvenflugnanna rétt ógotnar, og það hlutfall hélst svipað í sept- ember (29,4%) og október (18,5%; 4. mynd). spanna allt skeiðið þegar flugur eru á kreiki. Við söfnun var fluga gripin með fingrunum, sett í 5 ml glas með 70% etanóli og glasið merkt með dagsetn- ingu, stað, tegund fugls og aldri. Þannig voru flest sýni tengd ákveðnum einstak- lingi af þekktri tegund og aldri. Sum sýni voru safnsýni, það er allar flugur saman í glasi voru af hýsli sömu tegundar frá sama stað og degi. Fimm flugur náðust á víðavangi án þess að nokkur hýsill væri nærri, en höfðu sest á þann sem safnaði. Greining á flugum Flugurnar voru skoðaðar við 10–40- falda stækkun undir víðsjá. Við tegundargreiningu var stuðst við lýs- ingar frá Hutson1 og Petersen o.fl.18 Flugurnar voru kyngreindar á ytri kyn- færum. Fullþroska kvenflugur geta gotið nokkrum sinnum í hverjum mánuði. Skömmu fyrir got sést móta fyrir lirf- unni og svartir blettir á enda hennar sjást gegnum húðina á afturbol móður- innar (2. mynd). Við skráðum fyrir allar kvenflugur hvort þetta sæist. Leit að mítlum og naglúsum Við leituðum í víðsjá við 20–40-falda stækkun að fiðurmítlum og naglúsum á frambol, afturbol og höfuðlið, gang- limum og vængjum hverrar flugu og í geymsluvökva glasanna þar sem flug- urnar voru varðveittar. Einu ásæturnar sem við fundum voru mítlar og væru þeir til staðar töldum við þá, skráðum hvar á líkama flugunnar þeir voru og áætluðum fjölda eggja á flugu. Var þar miðað við þrjá flokka: 1 = 1–9 egg, 2 = 10–99 egg, og 3 = 100–999 egg. Við losuðum mítla frá flugum með fíngerðri sprautunál sem beitt var líkt og hnífsegg, fluttum þá yfir á smásjárgler og steyptum í Hoyer’s inn- steypingarefni undir þekjugleri.19 Sýnin voru svo þurrkuð yfir nótt í hitaskáp við 60°C. Við notuðum smásjá til að tegunda- og kyngreina mítla á glerjum. Við grein- ingu á M. borealis, P. pari og M. avus var stuðst við greiningarlykla.15,20–23 Sergey V. Mironov við dýrafræðideild Rússnesku vísindaakademíunnar í Sankti Péturs- borg staðfesti greiningar P. pari og M. avus. Smásjármyndir voru teknar með stafrænni myndavél (Nikon DS-Vi1) og var hún fest á DMLB Leica-smásjá sem útbúin var með skerpuaukandi linsum (Nomarski Interference Contrast). 1. mynd. Hýslar og söfnunartími snípuluddu 1999–2011. – Hosts and collection time for Ornithomya chloropus 1999–2011. Annað / Other Sandlóa / Ringed Plover Fálki / Gyrfalcon Spói / Whimbrel Heiðlóa / Golden Plover Rjúpa / Rock Ptarmigan Júní / June E in tö k / S p ec im en Júlí / July Ágúst / August Sept. / Sept. Okt. / Oct. 400 350 300 250 200 150 100 50 0
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.