Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 59

Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 59
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 59 Júní / June Júlí / July Ágúst / August Sept. / Sept. Okt. / Oct. N=9 N=71 N=156 N=55 N=353 Júní / June Júlí / July Ágúst / August Sept. / Sept. Okt. / Oct. N=5 N=49 N=97 N=51 N=340 % k ve n flu g u r / % f e m a le fl ie s % k ve n flu g n a m eð f an g i / % f e m a le g ra vi d 100 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 50 40 30 20 10 0 Ásætur Engar naglýs fundust á snípuludd- unum eða í geymsluvökva glasanna. Hins vegar fundust kláðamítlar á 181 flugu. Mítlarnir voru af þremur teg- undum, M. borealis, P. pari og M. avus. Nánar um þessar ásætur: Myialges borealis Samtals voru 158 flugur smitaðar af M. borealis (5. mynd), smittíðnin var 24,4% (95% öryggismörk 21,2–27,8%, n = 648) og meðalsmitmagn var 11,0 mítlar á sýkta flugu (95% öryggismörk 9,7–12,5). Alls fundust 1.730 mítlar á þessum flugum, allt fullorðin kvendýr, og voru þeir fastir við afturbol flugnanna. Mikill munur var á smittíðni og með- alsmitmagni á milli mánaða (2. tafla). Engin snípuludda fannst smituð í júní. Í júlí voru 2,8% flugnanna smitaðar, smit- hlutfallið hækkaði í 35,4% í ágúst, var í hámarki í september, 90,9%, en féll á ný í október í 13,9%. Meðalsmitmagn var 5,5 og 6,4 mítlar á sýkta flugu í júlí og ágúst en tvisvar til þrisvar sinnum hærra í september (15,3 mítlar) og október (12,2 mítlar; 2. tafla). Mesti fjöldi M. borealis á snípuluddu var 48 mítlar, og samtals voru 23 flugur með fleiri en 20 mítla. Sýktu flugurnar fundust á fjórum tegundum hýsla, rjúpu (n = 151), fálka (n = 5), smyrli (n = 1), og skógarþresti (n = 1). Engin egg fundust umhverfis kven- dýr M. borealis á 13 flugum frá júlí og ágúst. Þessar flugur höfðu samtals 27 mítla. Egg voru umhverfis öll kvendýr M. borealis frá september og október. Flugur sem setnar voru mörgum mítlum báru hundruð eggja. Promyialges pari Alls fundust 25 snípuluddur smit- aðar af P. pari (6. mynd). Þessir mítlar festa sig neðan á vængi flugunnar og nota króka á framfótum til að krækja yfir æð í vængnum. Þar hanga þeir og var auðvelt að losa þá. Í tveimur til- vikum voru P. pari-mítlar á M. borealis- smituðum flugum, annars voru þeir einir. Smittíðni var 4,3% (95% öryggis- 3. mynd. Kynjahlutföll (±95% öryggismörk) snípuluddu á Íslandi skipt eftir mánuðum. Flugunum (n=644) var safnað 1999–2011. – Sex ratio (±95% confidence limits) of the louse fly Ornithomya chloropus according to collection month. Specimens (n=644) were collected in Iceland 1999–2011. 4. mynd. Mánaðarleg hlutföll (±95% öryggismörk) snípuluddu-kven- flugna (n=542) með nær fullþroskaðar lirfur. Flugunum var safnað á Íslandi 1999–2011. – Monthly proportions ±95% confidence limits of Ornithomya chloropus females (n=542) with almost fully developed larvae. Specimens were collected in Iceland 1999–2011. 5. mynd. Lúsflugan snípuludda og húðmítillinn Myialges bor- ealis. A. Fullorðin snípuludda með fimm áfasta M. borealis- mítla á afturbol (örvar). B. Ungt kvendýr M. borealis-mítils safnað á rjúpu (Lagopus muta). Á þessu stigi tengjast mítl- arnir snípuluddum. C. Fullþroskað kvendýr M. borealis-mítils plokkað af afturbol snípuluddu. Egg sjáanlegt í afturbolnum, framlimirnir ummyndaðir til festingar við fluguna. – The hippo- boschid fly Ornithomya chloropus and the skin mite Myialges borealis. A. Adult fly with five M. borealis mites attached to the hind body (arrows). B. Young M. borealis female from the plumage of Rock Ptarmigan L. muta ready to attach to a louse fly. C. Gravid M. borealis female removed from the abdomen of O. chloropus. Anchor-formed forelimbs enable the mite to attach to the fly. Ljósm./Photo: Karl Skírnisson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.