Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 69
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
69
þræðir að steinum, beltið verður ljós-
grænt meðan það nær vætu, síðan hvítt
og hverfur síðsumars. Þá koma brúnleitir
kísilþörungar í staðinn í vatnsborðinu.
Minna hefur borið á ullþræðisbeltinu
síðan vatni úr Jökulsá á Dal var veitt í
fljótið haustið 2007 og jökulgrugg jókst
stórlega. Sumarið 2020 sást það við
Droplaugarstaði um miðjan ágúst.
Árin 2006 og 2007 fór fram rannsókn
á kísilþörungum og smádýrum í Leg-
inum, og stóð Jón S. Ólafsson á Veiði-
málastofnun fyrir henni. Aðrir þörungar
voru ekki greindir. Skýrsla um rann-
sóknina kom út í maí 2013.19 Í lokakafla
hennar er viðurkennd nauðsyn þess að
skoða og greina grænþörunga, „hlutur
þeirra hljóti að vera verulegur í heildar-
framleiðni í Leginum á þeim tíma sem
þeir eru í blóma“. Rannsóknin var endur-
tekin 2011–2012 til að fá samanburð eftir
breytingu Lagarins. Þá urðu grænþör-
ungar líka útundan, en niðurstöður hafa
ekki birst þegar þetta er ritað.
Selfljót á Héraði: Hinn 31. júlí 2002
skoðaði ég gróður í Selfljóti við bæinn
Klúku í Hjaltastaðaþinghá. Fljótið rennur
þar í stórum sveigum um marflata sléttu
sem jökulfljótin hafa myndað fyrir botni
Héraðsflóa, og er næstum straumlaust.
Þarna eru tættur á nesi sem kallast Arnar-
bæli, sem sumir telja af fornum kaupstað,
og hafi þangað verið skipgengt. Á stór-
straumsflóði getur sjór borist inn í lónið
Unaós, sem Selfljót mynnir í, og jafnvel
allt að Klúku.
Þarna eru leirur meðfram Selfljóti,
með leðju- og sandbotni, sem voru
alþaktar lófæti (Hippuris vulgaris) og
slönguþörungi (Vaucheria sp.) er mynd-
aði þétta og samofna breiðu sem víða var
á þurru, dökkgræna á yfirborði en glæra
eða ryðlita neðantil. Minnist ég ekki
að hafa séð svo mikið af þessum þör-
ungi fyrr. Ekki reyndist unnt að greina
tegundina í því sýni sem tekið var. Í
grunnu vatni austar í fljótinu taka við
breiður af kransþörungi, Nitella opaca
C. Agardh, með ríkulegum, rauðum
frjóhirslum.
Austan við nesið með rústunum er
fljótið örgrunnt (10–30 cm), með föstum
ryðlitum sandbotni og dálitlum straumi.
Þar var botninn þakinn gulgrænu, ull-
kenndu slýi sem myndaði nokkurra
metra langar dræsur. Þegar vaðið var
út í þessa breiðu vafðist slýið um fætur
manns, en var þó furðu seigt og slitn-
aði ekki. Aldrei hafði ég séð neitt því-
líkt áður. Við skoðun í smásjá reyndist
það vera einhver tegund af Ulothrix.
Þræðirnir voru gulgrænir, ógreindir,
19–22,5 µm á breidd, og lengd frumna
25–40 µm, oftast kringum 30 µm.
Grænuberi beltislaga, oftast um miðbik
frumu. Frumuveggir nokkuð þykkir og
lagskiptir, þverveggir oftast linsulaga,
brúnir að lit. Þræðirnir voru þaktir
örfínum staflaga bakteríum, líkt og þeir
væru hærðir, einnig sáust kylfulaga blá-
þörungar á nokkrum þráðum. Sumir
voru þaktir gulu leirklístri, sem líklega
veldur mestu um lit slýsins. Þessi lýsing
passar einna best við Ulothrix aequalis,
sem ekki hefur áður verið skráður hér-
lendis. Ef það er rétt hafa allar fimm
tegundir Bretlands fundist hér.
Að lokum þakka ég Gunnari Steini
Jónssyni, Reykjavík, fyrir myndir og
yfirlestur.
Helgi Hallgrímsson (f. 1935) er líffræðingur að mennt.
Helgi var forstöðumaður Náttúrugripasafnsins á Ak-
ureyri í aldarfjórðung og ritstjóri Týlis – tímarits um
náttúrufræði og náttúruvernd – í 15 ár. Hann hefur mest
fengist við rannsóknir á íslenskum sveppum og vatnalífi og
ritað bækur um þau efni; Veröldina í vatninu (1979, 1980),
Sveppabókina (2000) og Vallarstjörnur, einkennisplöntur
Austurlands (2017) auk tveggja bóka um heimahaga
sína: Lagarfljót (2005) og Fljótsdal (2016). Helgi er
búsettur á Egilsstöðum og fæst við ritstörf og grúsk.
UM HÖFUNDINN
HEIMILDIR
PÓST- OG NETFANG HÖFUNDAR
/ AUTHOR'S ADDRESS
Helgi Hallgrímsson
Lagarási 2
700 Egilsstöðum
hhall@simnet.is
1. Broady, P.A. 1978. The terrestrial algae of Glerárdalur, Akureyri, Iceland. Acta
Botanica Islandica 5. 3–60.
2. Oddur J. Hjaltalín 1830. Íslenzk grasafræði. Hið íslenska bókmenntafélag,
Kaupmannahöfn. 310 bls.
3. Helgi Hallgrímsson 1979. Veröldin í vatninu. Askur, Reykjavík. 216 bls.
4. Helgi Hallgrímsson 2007. Þörungatal. Skrá yfir vatna- og landþörunga á Íslandi.
Náttúrufræðistofnun (fjölrit nr. 48), Reykjavík. 94+2 bls.
5. Gunnar Steinn Jónsson 1992. Photosynthesis and production of epilithic algal
communites in Thingvallavatn. Bls. 222–240 í: Ecology of oligotrophic, subarctic
Thingvallavatn (ritstj. Pétur M. Jónasson). Fræðafélagið, Kaupmannahöfn.
6. John, D.M., Whitton, B.A. & Brook, A.J. (ritstj.) 2002. The freshwater algal flora
of the British Isles. Cambridge University Press, Cambridge. 702 bls.
7. Smith, G.M. 1950. The fresh-water algae of the United States. New York 1950.
720 bls.
8. Sigurður Jónsson og Karl Gunnarsson 1978. Botnþörungar í sjó við Ísland.
Greiningalykill. [Hafrannsókastofnun, Reykjavík].
9. Rueness, J. 1977. Norsk algeflora. Universitetsforlaget, Ósló 1977.
10. Wikipedia. Ulothrix. Skoðað 16. október 2020. Slóð: https://en.wikipedia.org/
wiki/Ulothrix
11. Hariot, H.P. 1893. Contribution à l'étude des algues d'eau douce d'Islande.
Journal de botanique VII. 313–318.
12. Belloc, E. 1894. La flore algologique d'eau douce de l´Islande. Association fran-
çaise pour l'avancement des sciences fusionné avec l´Association scientifique de
France. Congrès de Caen. 559–570.
13. Sigurður Pétursson 1948. Íslenzkir vatnaþörungar. Náttúrufræðingurinn 18(1). 1–8.
14. Kristín Aðalsteinsdóttir 1987. Líf í ám og lækjum á Akureyri. Náttúrugripasafnið
á Akureyri (fjölrit nr. 14), Akureyri. 26 bls.
15. Gunnar Steinn Jónsson 1980. Benthiske alger i den islandske sø Þingvallavatn.
Cand. scient.-ritgerð við Hafnarháskóla. Handrit. 73 bls. 22 töflur, 16 myndir.
16. Starmühlner, F. 1969. Beiträge zur Kenntis der Biozönosen isländischer
Thermalgewässer. Sitzungsberichte der Akademie der Wissenschaften matem-
atich-naturwissenschaftliche Klasse 178. 83–173.
17. Helgi Hallgrímsson 1973. Rannsóknir á svifi í Mývatni og Laxá 1970–71. Nátt-
úrugripasafnið á Akureyri, Akureyri. 110 bls. 16 myndasíður og 12 töflusíður.
18. Helgi Hallgrímsson 2005. Lagarfljót: Mesta vatnsfall Íslands. Skrudda, Reykja-
vík. 414 bls.
19. Iris Hansen, Eydís Njarðardóttir, Finnur Ingimarsson, Haraldur R. Ingvarsson
og Jón S. Ólafsson 2013. Kísilþörungar og smádýr í Lagarfljóti 2006–2007. Veiði-
málastofnun, Landsvirkjun og Náttúrufræðistofa Kópavogs. 76 bls.