Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 71
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
71
Dýraríkið er greinargott yfirlit á íslensku
um fjölbreytni allra dýra jarðar, samið
handa fróðleiksfúsum almenningi.
Efnistökin eru að ýmsu leyti áþekk því
sem tíðkast um samskonar yfirlitsrit á
erlendum málum. Fyrstu þrír bókarkafl-
arnir, 11% bókarinnar, er almennur inn-
gangur að dýrafræði, en næstu 13 kaflar,
89% bókarinnar, fjalla um sérkenni og
breytileika hinna ýmsu dýrafylkinga.
Í 1. kafla er stutt ágrip af sögu dýra-
fræðinnar og helstu viðfangsefnum
greinarinnar, svo sem upprunaflokkun,
hegðun dýra, lífsháttum, vistfræði og
útbreiðslu. Í 2. kafla eru rakin þau sér-
kenni sem öllum dýrum eru sameiginleg
og því sem aðgreinir þau frá frumdýrum,
sveppum og plöntum. Sagt er frá fóstur-
þroskun dýra, ólíkum líkamsgerðum og
því markverðasta um dýrasteingervinga
og þróun lífs í jarðsögunni. Þriðji kaflinn
heitir Lífsstörf og líkamsgerð, og segir
þar frá því hversu breytileg hin ýmsu líf-
færakerfi geta verið meðal ólíkra dýra-
fylkinga, þótt þau leysi af hendi sömu
lífsstörfin við næringarnám, meltingu,
öndun, skynjun, hreyfingu, æxlun, úr-
gangslosun og við vatns- og saltjafnvægi.
Í 2. kafla er undir fyrirsögninni Hefð-
bundin flokkunarþrep fjallað um þró-
unartengsl helstu meginklasa eða fylk-
inga dýra og nafngiftir hæstu flokkunar-
þrepa. Á bls. 60 segir að „róttækustu
flokkunarfræðingarnir, sem stefna að
því að draga allan lífheiminn í dilka út
frá þróunarskyldleika, hafa lagt af öll
heiti mishárra þrepa og nota í þeirra
stað eitt samheiti, cladus eða klasa, sem
tekur jafnt til afbrigða innan tegundar
sem fylkinga eða yfirfylkinga dýraríkis-
ins“. Hér er sennilega vísað til tilraunar
sem var fyrst reynd árið 1984 um að
innleiða nýtt regluverk (PhyloCode)
um nafngiftir allra flokkunarheilda, en
þó með þeirri undantekningu að ekkert
yrði hróflað við nafngiftum tegunda;
um þær skyldi áfram notað tvínafna-
kerfi Linnés. Þetta nýja kerfi náði aldrei
verulegri útbreiðslu og á sér nú fáa fylgj-
endur. Nánast allir dýrafræðingar eru
sammála um að fylgja alþjóðlegu reglu-
verki um nafngiftir allra lægstu flokk-
unarheildanna (e. International Code of
Zoological Nomenclature), en það gildir
aðeins um tegundir, ættkvíslir og ættir.
Kerfi þetta var tekið upp árið 1830 og
hefur síðan verið þróað og betrumbætt.
Markmiðið er eingöngu tæknilegt,
að tryggja alþjóðlegan stöðugleika
og samræmi í vísindaheitum allra
lægstu flokkunarheildanna og afstýra
glundroða sem annars mundi skapast
í nafngiftunum. Um nafngiftir flokk-
unarheilda á „hærri stigum“ eða „stærri
hópa“ ofan við ættir gildir fremur frjáls-
legt samkomulag, enda eru stærstu
flokkunarheildirnar margfalt færri. Lítil
þörf er á að hafa sérstakt regluverk um
heiti á öllum þeim greinamótum sem
birtast á ótal upprunaritum sem menn
keppast við að birta í fagtímaritum.
Hins vegar hafa ákveðnir „dýrahópar“
eða „greinamót“ staðist ítrekaðar próf-
anir sem greinaklasar á upprunatrjám.
Þessar stærstu flokkunarheildir hafa því
í tímans rás öðlast sérstök heiti og löng
hefð er fyrir að nefna þessa hópa „fylk-
ingar“. Flokkunarstigið sem slíkt hefur
þó enga líffræðilega merkingu umfram
það að tengja saman upprunaskyldar
tegundir sem standa nálægt rótum
þróunartrésins.
Viðteknum aðferðum við uppruna-
flokkun (e. cladism; cladistics) á megin-
klösum vefdýra eru gerð ágæt skil í
inngangsköflunum þremur, enda er það
sú aðferð sem nú er notuð af megin-
þorra þeirra sem fást við flokkun dýra
og annarra lífvera. Þó gætir nokkurrar
einföldunar þegar eldri aðferðir í flokk-
unarfræði eru nefndar einu nafni „hefð-
bundin flokkun“. Frá því um 1950 hefur
gerólíkum kenningakerfum verið beitt
við að leiða líkur að skyldleika tegunda-
hópa. Þar ber hæst svonefnda svipgerða-
flokkun (e. phenetics) og nýflokkun (e.
gradism; the new systematics) sem voru
allútbreidd kenningakerfi fram til um
1980–1990 en eru nú að mestu aflögð.
Örnólfur gerir þó ágæta grein fyrir því að
enn er margt óljóst um innbyrðis skyld-
leika „fylkinganna“ og lýsir því hvernig
myndin verður sífellt skýrari, einkum
á síðustu árum þegar heil erfðamengi
tegunda eru nýtt við upprunaflokkun
(e. phylogenomics). Slíkar skyldleika-
rannsóknir hafa afhjúpað áður óþekkta
greinaklasa sem vísa til sameiginlegs
uppruna nokkurra fylkinga, og hafa þær
í kjölfarið öðlast sérstök heiti, einkum
ef greinaklasinn hefur staðist ítrekaðar
prófanir. Sérstaða upprunaflokkunar
byggist á því nota aðeins einklasa hópa
(e. monophyletic groups), og er um leið
Örnólfur Thorlacius
(1931–2017).